Rauða húsið undirbúið fyrir hækkun
sksiglo.is | Norðlenskar fréttir | 13.09.2010 | 10:39 | Bergþór Morthens | Lestrar 982 | Athugasemdir ( )
Starfsmenn Rauðku vinna nú hörðum höndum að undirbúningi hækkunar rauða hússins við smábátahöfnina.
Húsið kemur til með að hækka um heila 50 cm þannig að þetta er mikil framkvæmd.
Undirbúningur hefur verið töluverður enda vandasamt að lyfta heilu húsi.
Búið er að koma tjökkum fyrir víðsvegar um húsið og stífa grindina af til þess að húsið gliðni ekki þegar því er lyft af grunninum.
Húsið situr svo á sérsmíðuðum járngrindum meðan steypumótum er komið fyrir og síðan steypt.
Hér má sjá einn af tjökkunum sem koma til með að lyfta húsinu.
Húsið kemur til með að hækka um heila 50 cm þannig að þetta er mikil framkvæmd.
Undirbúningur hefur verið töluverður enda vandasamt að lyfta heilu húsi.
Búið er að koma tjökkum fyrir víðsvegar um húsið og stífa grindina af til þess að húsið gliðni ekki þegar því er lyft af grunninum.
Húsið situr svo á sérsmíðuðum járngrindum meðan steypumótum er komið fyrir og síðan steypt.
Hér má sjá einn af tjökkunum sem koma til með að lyfta húsinu.
Athugasemdir