Rauðka og Co kaupa Egilssíld
www.raudka.is | Norðlenskar fréttir | 15.05.2011 | 20:48 | Finnur Yngvi Kristinsson | Lestrar 1465 | Athugasemdir ( )
Sigríður María Róbertsdóttir framkvæmdastjóri Selvíkur ehf., systurfélags Rauðku ehf., og Sigríður Eddý Jóhannesdóttir fyrir hönd Egilssíldar ehf. skrifuðu í dag undir kaupsamning þar sem Selvík kaupir öll tæki og fasteign Egilssíldar. Þá hefur Selvík einnig forkaupsrétt á rekstri fyrirtækisins næstu átta mánuði.
Egilssíld sem stofnað var árið 1940 hefur í áratugi verið í eigu sömu fjölskyldunnar og hefur fyrirtækið í gegnum tíðina unnið til margra verðlauna fyrir afurðir sínar. Fyrirtækið hefur sérhæft sig í vinnslu á reyktum og gröfnum laxi og reyktri síld fyrir innanlandsmarkað.
Kaup Selvíkur á eignum Egilssíldar er einn liður Rauðku í að laga umhverfið að ferðamannastefnu fyrirtækisins en eins og fólki er nú kunnugt hefur Rauðka lagt mikinn metnað í uppbyggingu á svæðinu við smábátahöfnina á Siglufirði.
Egilssíld sem stofnað var árið 1940 hefur í áratugi verið í eigu sömu fjölskyldunnar og hefur fyrirtækið í gegnum tíðina unnið til margra verðlauna fyrir afurðir sínar. Fyrirtækið hefur sérhæft sig í vinnslu á reyktum og gröfnum laxi og reyktri síld fyrir innanlandsmarkað.
Kaup Selvíkur á eignum Egilssíldar er einn liður Rauðku í að laga umhverfið að ferðamannastefnu fyrirtækisins en eins og fólki er nú kunnugt hefur Rauðka lagt mikinn metnað í uppbyggingu á svæðinu við smábátahöfnina á Siglufirði.
Athugasemdir