Rauðkubíó opnar á Siglufirði

Rauðkubíó opnar á Siglufirði Kvikmyndin Eldfjall verður fyrsta kvikmynd sem tekin verður til sýnis í Rauðkubíó og brýtur þannig blað í sögu Siglufjarðar

Fréttir

Rauðkubíó opnar á Siglufirði

Fyrsti bíómiðinn í Rauðkubíó
Fyrsti bíómiðinn í Rauðkubíó
Kvikmyndin Eldfjall verður fyrsta kvikmynd sem tekin verður til sýnis í Rauðkubíó og brýtur þannig blað í sögu Siglufjarðar þar sem kvikmyndasýningar heyrðu sögunni til fyrir áratug, eða árið 1999.

Kvikmyndin skartar engum öðrum en stórleikaranum og Siglfirðingnum Theodóri Júlíussyni í aðalhlutverki en hann mun verða viðstaddur á frumsýningunni föstudaginn 7.október ásamt höfundi og leikstjóra myndarinnar Rúnari Rúnarssyni.

Fréttamaður Sigló.is náði tali af Theódóri sem hlakkar mikið til að koma á frumsýningu myndarinnar á Siglufirði. Zik Zak kvikmyndafyrirtækið hafði komið að tali við hann um að halda sérstaka heiðurssýningu á Sigló vegna tengsla hans við fjörðinn og hann tjáði þeim að hann vissi um að flottur sýningarsalur væri til hjá Rauðku sem einmitt hafði lagt í kostnað við að standsetja bíósal í bláa húsinu. Í framhaldi af því var ákveðið að koma með sýninguna til Siglufjarðar.

Samkvæmt Rauðku lagði félagið í kostnað við standsetningu salarins til að geta aukið við breidd þjónustustigsins í Siglufirði. Aðspurður segir Finnur Yngvi hjá Rauðku „eitt það mikilvægasta sem við gerum er að auka breidd þeirrar þjónustu sem er í boði í firðinum fagra, gera umhverfið snyrtilegt og búa þannig til atvinnutækifæri og löngun hjá ungu fólki til að snúa aftur til uppruna síns, en allt þetta helst í hendur“.

Rauðka hefur nú standsett tónleikasal þar sem mörg af stærri nöfnum í íslenskri tónlist hafa spilað frá því í sumar. Glæsilegt veitingahús sem stefnt er að því halda opnu allt árið og nú síðast sal sem meðal annars er ætlaður til kvikmyndasýninga. Aðspurður segir Finnur að hlutirnir hafi gerst hratt hvað varðar kvikmyndasýninguna en stefnt verði að því að nota salinn til frekari sýninga þegar fram í sækir. „Við sjáum hvað framtíðin ber í skauti sér, ég heyri að það er mikil spenna fyrir fyrstu bíósýningunni og það er mjög svo ánægjulegt að vera þáttakandi í því. Við höfum líka notað hann fyrir keppni í tölvuleikjum á Playstation meðal annars í Guitar Hero með góðum undirtektum svo salurinn býður upp á margt og við munum nýta hann enn frekar þegar fram í sækir“.




Athugasemdir

27.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst