Rausnarlegar gjafir

Rausnarlegar gjafir Í gær gáfu þau Stefán Logi Magnússon og Ísabella Ósk dóttir hans KS 100 stk. fótbolta til handa öllum æfingabörnum KS. Einnig gaf

Fréttir

Rausnarlegar gjafir

Í gær gáfu þau Stefán Logi Magnússon og Ísabella Ósk dóttir hans KS 100 stk. fótbolta til handa öllum æfingabörnum KS. Einnig gaf Raffó ehf. öllum börnum sem æfa knattspyrnu hjá KS keppnisbúninga. Þetta eru rausnarlegar gjafir hjá þessu heiðursfólki en bæði Stefán og Aðalsteinn eigandi Raffó ehf. hafa klæðst KS treyjunni og ekki verður þess langt að bíða að Ísabella Ósk muni einnig klæðast henni. Í framhaldi af þessu tók Róbert Haraldsson formaður KS viðtal við Stefán Loga sem birtist hér að neðan.


Hvað er að frétta af þér?

Allt bara mjög gott!! Kom til Íslands 20.desember til þess njóta jólanna og ganga frá búslóðinni sem var send til Noregs í gær, svo þarf ég að fljúga út til Noregs á nýársdagsmorgun. Annars hafa dagarnir verið fljótir að liða.



Hvernig gengur í boltanum?

Það hefur gengið vel á æfingum sem og í leikjunum, hef reyndar verið að glíma við tvenn smávægileg meiðsl sem getur tekið sinn toll en ég ætla ekki að kvarta því þetta er bara stór hluti af því að vera í íþróttum.


 
Hvernig er að vera atvinnumaður hjá Lilleström?

Frábært!! Ég er mjög glaður að Lilleström lagði mikla áherslu á að fá mig til félagsins þrátt fyrir að ráða yfir A-landsliðs markverði Finna og U-21 Landsliðs markverði Norðmanna. Annars er öll umgjörð og aðstaða eins og hún gerist best bæði á veturna og sumrin. Lilleström er eitt stærsta og sterkasta félagið í Noregi og hefur verið 37 tímabil samfleytt í efstu deild sem er met í Noregi. Það eru því miklar kröfur sem eru gerðar á hverju ári og er það eitthvað sem mér líður bara mjög vel með. Svo eru stuðningsmenn félagsins þeir bestu í Noregi að mínu mati, alveg frábærir.



Hvað ertu að gera á Siglufirði þessa dagana?

Fyrst og fremst er ég hérna til þess að hitta dóttur mína hana Ísabellu Ósk.
Svo í sambandi við söluna á mér frá KR til Lilleström, þá fannst mér og Lilleström réttast að ég og Ísabella Ósk myndum færa KS 100 fótbolta að gjöf sem þakklæti fyrir þann frábæra tíma sem ég átti hjá KS.



Hvers vegna gefur þú þessa gjöf núna?

Mér finnst einfaldlega mikilvægt að sýna þakklæti í garð KS alveg eins og ég hef reynt að gera í garð KR.

 

Ætla KR-ingar ekki líka að gera eitthvað fyrir KS, þar sem þeir fengu þig nánast frítt á sínum tíma?

Ég veit ekki hvort KR sem er stærsti klúbbur landsins hafi líka ætlað sér að gefa eitthvað til KS. Það ætti að vera mjög eðlilegt þar sem KR fékk mig til liðs við sig frá KS.
Það er ekki síður mikilvægt að styrkja félögin úti á landi því margir af okkar landsliðsmönnum hófu sinn knattspyrnuferil í litlu félagi á landbyggðinni.
Gjöfin þarf ekki alltaf að vera stór en það er hugsunin sem skiptir mestu máli, auðvitað er líka misjafnt hvað er hægt að gera hverju sinni en það er alltaf hægt að gera sitt besta.



Eitthvað að lokum?

Það er gaman að sjá hvað margir krakkar eru að æfa fótbolta hjá KS og ef vel er haldið utanum þessa frábæru krakka, þá er framtíðin björt hjá félaginu. Vonandi ná einhverjir að klæðast landsliðstreyju í framtíðinni og verða kannski atvinnumenn í fótbolta sem ég er nú svo heppinn að fá að upplifa.



Ég vil senda öllum á Sigló og í Frostaskjóli bestu óskir um gleðilegt ár, takk fyrir góðan tíma s.l. ár, svo sjáumst við öll á vellinum.

Kveðja Stefán Logi




Athugasemdir

16.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst