Regn-sláttur.
sksiglo.is | Afþreying | 11.07.2013 | 12:30 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 594 | Athugasemdir ( )
Ekki slegið slöku við í slættinum þó það rigni.
Það er ekkert verið að slá slöku við hjá slátturliði
bæjarins þó svo að það rigni örlítið.
Ég náði örfáum myndum af slátturliðinu í frekar mikilli
rigningu þar sem þeir eða þau óðu með orfin í gegn um gras stráin.
Ég hugsaði til eld gamalla tíma þegar ég var að slá
kirkjugarðana hjá BÁS hérna í gamla daga ásamt 2 öðrum köppum.
Þeir voru með mér þeir Skarphéðinn Fannar Jónsson og Jón
Svanur Sveinsson og ég held að ég hafi náð að kenna þeim ótrúlega gagnlega hluti sem þeir eru ennþá að þakka
mér fyrir í dag og hugsanlega geta þeir aldrei þakkað mér nógsamlega fyrir alla kennsluna, og þá dreg ég frekar úr en
hitt.
Þetta var ótrúlega skemmtilegur tími og margt skemmtilegt sem gerðist
á þessum árum hvort sem það var vinnulega, skemmtunar eða partý og félagsfræðilega séð.
Athugasemdir