Reitir , alveg hreint magnað verkefni
sksiglo.is | Afþreying | 14.07.2013 | 06:00 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 728 | Athugasemdir ( )
Reitir sem er alþjóðlegt samvinnuverkefni verða með opnun á
Siglufirði í dag 14. júlí
Eins og einhverjir hafa sjálfsagt tekið eftir hafa sprottið upp alls konar
nýbyggingar víðs vegar um Sigló. Ég hitti á nokkra listamenn í gær sem voru að leggja lokahönd á verkefnið sitt. Þetta
tiltekna verkefni sem ég skoðaði var alveg magnað.
Þegar ég kom þarna að og var búin að taka nokkrar myndir af
þeim buðu þeir mér að kíkja inn í kassann sem þau voru að smíða. Ég var nú ekki alveg viss með þetta og
umlaði eitthvað um að ég færi kannski bara á morgun (semsagt í dag). En það var ekki við það komandi, inn í kassann færi
ég. Það er ekki alltaf sem fólki væri boðið í svona for skoðun.
Ég tróð mér inn í kasskvikindið með herkjum,
óhljóðum og örlitlum viðrekstri. Á meðan ég var að bókstaflega troða sjálfum mér þarna inn í kassann hugsaði
ég með mér, af hverju í fjandanum vilja þeir endilega að ég fari inn í þetta dót, og loki á eftir mér?
Mér stóð ekki alveg á sama þegar ég lokaði en um leið
og allt var orðið myrkvað þá kom það í ljós. Svolítið skrítin þessi setning "allt var orðið myrkvað
þá kom það í ljós".
En jæja, hvað um það. Ég ætla ekki að segja meira um þetta fyrr
en eftir þessa opnun í dag. Ef þið gerið eins og ég og troðið ykkur inn í kassann , þá vona ég að þið verðið
jafn hissa og ég á því sem fyrir augu ber. Ég ætla allavega að reyna að kíkja á sem flest verkefni sem eru hingað og þangað
um bæinn.
Boðið verður upp á léttar veitingar í
Alþýðuhúsinu þar sem einnig verður hægt að fá frekari upplýsingar um verkefnið og staðsetningu verkanna.
Svo fékk ég þessar upplýsingar sem eru hér fyrir neðan um
tímasetningu fyrir 14. júlí
15.00 Móttaka í
Alþýðuhúsinu
15.15 Leiðsögn um
sýninguna (10 verk víðsvegar um bæinn)
17.00 Fótboltaleikur milli Reita og Siglufjarðar18:30 Strandaparty og grillveisla (komið með eigin
mat)
22:30 Hlust, hljóðgjörningur við
Olís, neðst á eyrinni.
Verkefnið Reitir býður 30 einstaklingum viðsvegar að
úr heiminum til Siglufjarðar að taka þátt í tilraunakenndri nálgun á hinni hefðbundnu listasmiðju. Reitir byggja á þeirri hugmynd
að með því að blanda saman starfsgreinum úr mörgum áttum nýtist fjölbreytt reynsla þátttakenda sem grunnur að
nýstárlegum verkefnum sem fjalla á einn eða annan hátt um Siglufjörð.
Reitir standa yfir í 10 daga en 14. júlí getur almenningur
séð og upplifað hin fjölbreyttu verkefni viðsvegar um bæinn. Ahugið! Aðeins þessi eini opnunardagur.
Frekari upplýsingar má nálgast á reitir.com eða í síma 823-6286.
Aðalstyrktaraðilar verkefnisins eru Menningarráð Eyþings
og Evrópa unga fólksins.
Bestu kveðjur,
Ari Marteinsson og Arnar Ómarsson, verkefnastjórar
Athugasemdir