REITIR enn á fullri ferð

REITIR enn á fullri ferð Þátttakendur alþjóðlega samstarfsverkefnisins REITA hafa aldeilis ekki setið auðum höndum síðustu daga. Ýmis verkefni eru í

Fréttir

REITIR enn á fullri ferð

Þátttakendur alþjóðlega samstarfsverkefnisins REITA hafa aldeilis ekki setið auðum höndum síðustu daga. Ýmis verkefni eru í vinnslu og verða til sýnist á opnun REITA á sunnudag. Utan þeirra verkefna hafa þátttakendur t.d. skipulagt hópsöng í sundlauginni á Siglufirði. Aðrir viðburðir á vegum þeirra eru nokkri á næstu dögum.
 

SIGLO FOTO


Föstudaginn 3. júlí og laugardaginn 4. júlí á milli 11:00 - 18:00 verður opið ljósmyndastúdíó á Aðalgötu 23. Allir eru þá velkomnir inn í gamla ljósmyndastúdóið til þess að vera ljósmyndaðir án endurgjalds. Hin Ísraelska Ronit Parat tekur myndirnar.

 http://siglofoto.tumblr.com/

 

RADIO REITIR

Þátturinn RADIO REITIR heldur áfram göngu sinni á FM Trölla á milli 14:00 og 18:00. Dagskrá seinni tveggja daganna verður pakkfull af skemmti legu efni. Þar má helst nefna tafl í beinni útsendingu á milli Arnljóts Sigurðssonar tónlistarmanns og Gunnars I. Birgissonar bæjarstjóra Fjallabyggðar á milli 14:00 og 15:00 á fimmtudeginum.

 

Einangruð einangrun

Laugardaginn 4. júlí klukkan 13:00 verður uppákoma í Héðinsfirði. Lesiba frá Suður-Afríku og Ronit frá Ísrael eru höfundar verks sem fjallar um samband Siglufjarðar og Ólafsfjarðar. Gestir eru hvattir til þess að koma með eitthvað matarkyns með sér þar sem hluti af uppákomunni er vinarleg lautarferð.

Opnun REITA

Opnun sunnudaginn 5.júlí kl. 12:00 við Alþýðuhúsið á Siglufirði. Alþjóðlega skapandi samvinnuverkefnið REITIR opnar fyrir íbúa Siglufjarðar, Fjallabyggðar og aðra góða gesti
Ganga milli verka hefst kl. 12:30 og stendur yfir í einn og hálfan tíma. Gengið verður frá Alþýðuhúsinu og um bæinn í fylgd þátttakenda og aðstandenda Reita.

Léttar veitingar í boði á opnuninni.

Frítt er á alla viðburði á vegum Reita

www.reitir.com - facebook.com/reitir


Athugasemdir

21.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst