REITIR enn á fullri ferð
SIGLO FOTO
Föstudaginn 3. júlí og laugardaginn 4. júlí á milli 11:00 - 18:00 verður opið ljósmyndastúdíó á Aðalgötu 23. Allir eru þá velkomnir inn í gamla ljósmyndastúdóið til þess að vera ljósmyndaðir án endurgjalds. Hin Ísraelska Ronit Parat tekur myndirnar.
RADIO REITIR
Þátturinn RADIO REITIR heldur áfram göngu sinni á FM Trölla á milli 14:00 og 18:00. Dagskrá seinni tveggja daganna verður pakkfull af skemmti legu efni. Þar má helst nefna tafl í beinni útsendingu á milli Arnljóts Sigurðssonar tónlistarmanns og Gunnars I. Birgissonar bæjarstjóra Fjallabyggðar á milli 14:00 og 15:00 á fimmtudeginum.
Einangruð einangrun
Laugardaginn 4. júlí klukkan 13:00 verður uppákoma í Héðinsfirði. Lesiba frá Suður-Afríku og Ronit frá Ísrael eru höfundar verks sem fjallar um samband Siglufjarðar og Ólafsfjarðar. Gestir eru hvattir til þess að koma með eitthvað matarkyns með sér þar sem hluti af uppákomunni er vinarleg lautarferð.
Opnun REITA
Opnun sunnudaginn 5.júlí kl. 12:00 við Alþýðuhúsið á Siglufirði. Alþjóðlega skapandi samvinnuverkefnið REITIR opnar fyrir íbúa Siglufjarðar, Fjallabyggðar og aðra góða gesti
Ganga milli verka hefst kl. 12:30 og stendur yfir í einn og hálfan tíma. Gengið verður frá Alþýðuhúsinu og um bæinn í fylgd þátttakenda og aðstandenda Reita.
Léttar veitingar í boði á opnuninni.
Frítt er á alla viðburði á vegum Reita
www.reitir.com - facebook.com/reitir
Athugasemdir