REQUESTED BY THE GROUP BORGARAHREYFING

REQUESTED BY THE GROUP BORGARAHREYFING Fyrr í sumar skilaði Dr, Elvira Mendez-Pinedo  greinargerð um Icesave-málið en Elvira er dósent við Háskóla

Fréttir

REQUESTED BY THE GROUP BORGARAHREYFING

Björn Valur Gíslason
Björn Valur Gíslason
Fyrr í sumar skilaði Dr, Elvira Mendez-Pinedo  greinargerð um Icesave-málið en Elvira er dósent við Háskóla Íslands og einn fremsti sérfræðingur Íslands í Evrópurétti að sögn þeirra sem báðu hana um skýrsluna. Óskað var eftir því af eigendum skýrslunnar að hún yrði kynnt fyrir fjárlaganefnd sem fer með forræði Icesave-málsins og gerði Dr. Elvira ágætlega grein fyrir niðurstöðu skýrslunnar á fund nefndarinnar í júlí. Eigendur skýrslunnar óskuðu eftir því að skýrslan yrði þýdd á Íslensku (hún er skrifuð á ensku) en slíkt verk mun kosta um kvartmilljón. Fjárlaganefnd ákvað að láta þýða niðurstöðu eða lokaorð skýrslunnar sem skipta mestu máli, svona til að spara aurinn, en eigendurnir sættu sig ekki við það og kröfðust þess að allri skýrslunni yrði snarað yfir á okkar ástkæra ylhýra mál. Ég veit ekki alveg hver endirinn varð á því máli ef nokkur. Ég ætla ekki að gera niðurstöðu skýrslunnar að umtalsefni hér, það bíður betri tíma.Það sem vekur hinsvegar athygli við þessa ágæta skýrslu er að hún er gerð að beiðni Borgarahreyfingarinnar sem fékk Dr. Elviru í verkið og greiddi henni að auki fyrir viðvikið eins og gefur að skilja. Veit ekki hvað mikið, enda skiptir það ekki máli. Fjárlaganefndarmaður Borgarahreyfingarinnar staðfesti hinsvegar á fundi nefndarinnar við umræður um skýrsluna að hreyfingin hefði kostað gerð skýrslunnar en að ekki væri búið að gera upp við Dr. Elviru. Borgarahreyfingin er því eigandi skýrslunnar og það er Borgarahreyfingin sem krefst þess að ríkið greiði kvartmilljón fyrir að þýða hana. Auðvitað hefði verið réttast, að mínu mati, af Borgarahreyfingunni sem eiganda skýrslunnar að kosta þýðingu verksins í stað þess að velta kostnaðinum yfir á ríkið. En þetta er nú ekki stórt mál í sjálfu sér. Ég hef hinsvegar velt því fyrir mér hversu virði skýrsla er sem gerð hefur verið af stjórnmálaflokki eins og í þessu tilfelli og þá einnig hver staða þeirra sem vinna slíka skýrslu er. Má t.d. ætla að Dr. Elvira (sem dæmi) gangi erinda þeirra sem greiða henni laun fyrir skýrslugerðina? Hefðu eigendur skýrslunnar, í þessu tilfelli Borgarahreyfingin, sætt sig við niðurstöðu sem stríddi gegn þeirra eigin málflutningi í málinu? Eða vissu skýrslueigendurnir um niðurstöðu skýrslunnar áður en hún varð gerð? Var það kannski þessvegna sem Dr. Elvira Mendes-Pinedo var fengin í verkið á kostnað Borgarahreyfingarinna (utan þýðingar)? Nú má enginn skilja mig þannig að ég sé að gera lítið úr skýrslu Dr. Elviru, það er alls ætlun mína og ég hef heldur enga ástæðu til þess. Mér finnst samt eðlilegt að fólk velti þessum spurningum fyrir sér því stundum er bara ekki allt sem sýnist.
/althingioutside_1248858718142

Athugasemdir

10.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst