Réttardagur

Réttardagur Réttađ var í Holtsrétt í Fljótunum í gćr. Margir lögđu leiđ sína í réttina til ađ fylgjast međ og hjálpa heimamönnum ađ draga sauđféđ í dilka.

Fréttir

Réttardagur

Réttađ var í Holtsrétt í Fljótunum í gćr. Margir lögđu leiđ sína í réttina til ađ fylgjast međ og hjálpa heimamönnum ađ draga sauđféđ í dilka.



Kindurnar koma margar hverjar feitar af fjalli eftir sumariđ en ţađ var ţó ađ heyra á nokkrum ađ lömbin hefđu mátt skila sér í betra ásigkomulagi.

Ţađ vantađi enn töluvert upp á ţegar fréttamann bar ađ garđi enda gekk erfiđlega ađ smala féinu í ţokunni.

Ţađ var ađ sjálfsögđu mikiđ fjör sem fylgdi réttardeginum og var ekki annađ ađ sjá en ađ ungir jafnt sem aldnir hefđu skemmt sér konunglega.

Seinna um kvöldiđ var svo slegiđ upp alvöru sveitaballi ţar sem sjálfur konungur Skagfirsku sveiflunnar, Geirmundur Valtýsson steig á stokk.

Réttađ er í fjölmörgum réttum ţessa helgina víđa um land.



Ţetta fór allt saman fram samkvćmt settum reglum og hefđum



Ţađ mátti vart sjá hvor hefđi betur í ţessari glímu.



Unga kynslóđin lét sig ekki vanta, ţessir félagar reyndu sig í steinaburđi og sýndu góđa takta.



Jafnt ungir sem aldnir mćttu á réttardag, sumir voru ţó áhugasamari en ađrir.



Ţessar kindur voru ekkert ađ spá í fjörinu í Fljótunum og gćddu sér á Siglfirskri lúpínu.

Athugasemdir

27.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörđur
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgiđ okkur á Facebook eđa Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst