Ríplaganga Ægis.
sksiglo.is | Afþreying | 13.07.2013 | 15:00 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 648 | Athugasemdir ( )
Ríplaganga Ægis.
Vilmundur Ægir Eðvarðsson hefur verið ansi hreint duglegur að ganga snjóvarnargarðana í sumar.
Oft hefur sést til hans þar sem hann er á svokölluðum Ríplagangi
eins og hann segir sjálfur og þá oft með 2 aðstoðarstúlkur sér til halds og trausts. Eins og einhverjir Siglfirðingar hafa orðið varir
við þá dregur annað slagið fyrir sólu þegar hann er kominn ofarlega í varnargarðana(hann bað mig sérstaklega um það
sjálfur að setja þetta með sólmyrkvann inn) .
Ég bað Ægi um leyfi til að sýna nokkrar myndir sem hann hefur tekið
á þessum göngutúrum og það var mjög auðvelt að fá leyfi til þess.
Flottar myndir sem hann Ægir nær á Samsung myndavélina sína.
Og svo miklu, miklu meira af myndum frá Ríplagöngu Ægis hér
Athugasemdir