Róbert Haraldsson hættur þjálfun Tindastóls
Ekkert er gefið út um hver verður eftirmaður Róberts hjá félaginu. Tindastóll endaði í 6. sæti 2. deildar eftir að deildin hafði verið gerð upp með máli fyrir aganefnt KSÍ í síðustu viku en þar var úrskurðað að liðið hafi unnið ÍH í lokaumferðinni 3-0 vegna þess að þjálfari ÍH hafði afskipti af leiknum þrátt fyrir að vera í leikbanni í leiknum sem hafði endað með 1-0 sigri ÍH. Annars hefði liðið endað í áttunda sæti
Yfirlýsing Róberts
Ég hef ákveðið í samráði við stjórn knattspyrnudeildar Tindastóls að hætta þjálfun á meistaraflokki karla hjá Tindastól. Ákvörðunin var mjög erfið og alfarið vegna persónlegra ástæðna. Stjórn knattspyrnudeildar Tindastóls hefur í einu og öllu staðið þétt við bakið á mér undanfarin tvö ár og unnið frábæra vinnu fyrir félagið. Það er mikil eftirsjá hjá mér, því staða knattspyrnunnar hjá Tindastól er mjög góð og spennandi tímar framundan. Enn, það verður einhver annar þess aðnjótandi að taka þátt í því blómlega starfi sem framundan er hjá Tindastól. Ég vil þakka öllum þeim sem ég hef unnið með hjá félaginu og sérstaklega vil ég þakka leikmönnum sem ég hef þjálfað á síðustu tveim árum. Þið eigið framtíðina fyrir ykkur og ég hlakka til að fylgjast með ykkur á vellinum í framtíðinni. Gangi ykkur öllum vel.
Með fótboltakveðju,
Róbert Haraldsson
Athugasemdir