Röskness og Fitness keppnin
sksiglo.is | Íþróttir | 03.12.2009 | 07:00 | | Lestrar 691 | Athugasemdir ( )
Það var tekið vel á því í íþróttahúsinu í gærmorgun. Í íþróttakeppni efra húss Grunnskóla Siglufjarðar var keppt í Röskness og Fitness í gærmorgun. 60 af 90 nemendum efra húss tóku þátt í þessari skemmtilegu keppni sem okkur Siglfirðingum hefur gengið svo vel í undanfarin ár.
Ekkert var gefið eftir í keppninni og ekki vantaði hvatninguna frá áhorfendum ef einhver virtist vera að slaka á. Ljóst er að við eigum frábæra unglinga sem stunda bæði heilbrigt líferni og íþróttir en oftar en ekki hafa íþróttir verið taldar besta forvörnin.
Myndir HÉR
Ekkert var gefið eftir í keppninni og ekki vantaði hvatninguna frá áhorfendum ef einhver virtist vera að slaka á. Ljóst er að við eigum frábæra unglinga sem stunda bæði heilbrigt líferni og íþróttir en oftar en ekki hafa íþróttir verið taldar besta forvörnin.
Myndir HÉR
Athugasemdir