Sæludagar
toti7.123.is/ | Rebel | 19.07.2009 | 21:07 | Robert | Lestrar 299 | Athugasemdir ( )
Það hafa verið svoddan sæludagar hjá manni undanfarið að maður hefur
ekki einu sinni nennt að setjast niður við tölvuna til að segja frá því
helsta sem um er að vera. Sumarið er náttúrulega búið að vera
sérstaklega sólríkt og gott og því hefur verið töluvert um útiveru;
búið að fara í skógræktina, í fyrsta steinaleiðangur sumarsins, niður á
bryggju að veiða o.fl skemmtilegt.
Á dögunum fengum við líka til okkar góða gesti og það var grillað sem aldrei fyrr. Svo hefur maður verið að dunda eitthvað við blessað baðherbergið sem er í klössun og er það nú loks klárt undir flísalögn. Frjálsíþróttaæfingar eru einnig hafnar hjá mér að nýju og þar eru nokkrir hressir krakkar að æfa undir minni handleiðslu. Annars er maður aðallega í því að njóta lífsins og góða veðursins.
Fjör í skógræktinni
Á dögunum fengum við líka til okkar góða gesti og það var grillað sem aldrei fyrr. Svo hefur maður verið að dunda eitthvað við blessað baðherbergið sem er í klössun og er það nú loks klárt undir flísalögn. Frjálsíþróttaæfingar eru einnig hafnar hjá mér að nýju og þar eru nokkrir hressir krakkar að æfa undir minni handleiðslu. Annars er maður aðallega í því að njóta lífsins og góða veðursins.
Fjör í skógræktinni
Athugasemdir