Sævar Birgisson gönguskíðagarpur fánaberi Íslands

Sævar Birgisson gönguskíðagarpur fánaberi Íslands Gönguskíðagarpurinn Sævar Birgisson hefur unnið mikil afrek á gönguskíðum. Þrátt fyrir ungan aldur hefur

Fréttir

Sævar Birgisson gönguskíðagarpur fánaberi Íslands

Við krýningu Íþróttamanns ársins
Við krýningu Íþróttamanns ársins

Gönguskíðagarpurinn Sævar Birgisson hefur unnið mikil afrek á gönguskíðum. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann þrettán sinnum orðið Íslandsmeistari í skíðagöngu í fullorðinsflokki og hefur nú verið valinn fánaberi Íslands á Vetrarólimpíuleikunum þann sjöunda febrúar. 

Á síðu ÍSÍ kemur fram að tuttugu ár séu "liðin síðan Ísland átti síðast keppanda í skíðagöngu á Vetrarólympíuleikum en í Lillehammer 1994 kepptu þeir Daníel Jakobsson og Rögnvaldur Ingþórsson.  Enn lengra er síðan fánaberi íslenska hópsins var skíðagöngumaður en það var Einar Ólafsson sem keppti á leikunum 1988 í Calgary".

Sævar Birgisson er alinn upp á Sauðárkrók en keppir fyrir hönd Fjallabyggðar þar sem hann hefur verið valinn íþróttamaður ársins þrjú ár í röð 2011-2013 fyrir framúrskarandi árangur í grein sinni. Íbúar Fjallabyggðar sem og Íslendingar allir geta verið stolltir af sínum manni og verður gaman að fylgjast með göngu þessa knáa drengs á Vetrarólimpíuleikunum. 

Sigló.is sendir honum bestu kveðjur.


Athugasemdir

03.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst