Saga fortíðar á fjórum hjólum

Saga fortíðar á fjórum hjólum Á dögunum fór undirrituð í ferðalag frá Siglufirði og alla leið í Skagafjörð til að skoða hvað í boði væri þar fyrir

Fréttir

Saga fortíðar á fjórum hjólum

Gunnar Þórðarson fornbílaáhugamaður
Gunnar Þórðarson fornbílaáhugamaður

Á dögunum fór undirrituð í ferðalag frá Siglufirði og alla leið í Skagafjörð til að skoða hvað í boði væri þar fyrir ferðalanga. Rann þá upp fyrir mér að alloft er leitað langt yfir skammt þegar farið er í ferðalög.

Eftir notalega næturgistingu í Hofsós var farið á stað í ljósmyndaleiðangur og síðan var förinni heitið í hið margrómaða Samgönguminjasafn í Stóragerði, Skagafirði.

Rak mig í rogastans við að sjá allar þær gersemar sem Gunnar Þórðarson fornbílaáhugamaður hefur gert upp og má þar upp telja hinar ýmsu gerðir af farartækjum víðsvegar af landinu.

Safnið er staðsett á bænum Stóragerði í Óslandshlíð og hefur að geyma ýmsar tegundir bíla og tækja sem rekja uppruna sinn allt aftur fyrir miðbik síðustu aldar.

Stórskemmtilegt safn fyrir alla aldurshópa og hér eftir á ég svo sannarlega eftir að benda fólki á að hægja ferðina og staldra við í Stóragerði.

Siglfirðingar eiga margar minningar um þessa rútu sem þjónaði okkur vel og lengi

Glæsilegur cadillac

Árni Magnússon átti þessa flottu bjöllu

Ekki amalegt húddskrautið á þessari eðaldrossíu

Meira að segja ljósin eru fínpússuð

Oldsmobile árgerð 1958

Slökkviliðsbíll frá liðinni öld sem lokið hefur þjónustu sinni

Uppgerðar dráttavélar í röðum

Gamli mjólkurbíllin hefur þjónað sínum tilgangi

Myndir: Kristín Sigurjónsdóttir
Texti: Kristín Sigurjónsdóttir 


Athugasemdir

23.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst