Salthúsið híft niður
sksiglo.is | Almennt | 30.08.2014 | 06:00 | Finnur Yngvi Kristinsson | Lestrar 739 | Athugasemdir ( )
Íbúar Hafnargötu urðu varir við stóran krana síðastliðinn fimmtudag sem mættur var til að hífa niður Salthús Síldarminjasafnsins. Salthúsið er samvinnuverkefni Síldarminjasafnsins og Þjóðminjasafnsins en það er pakkhús frá nítjándu öld.
Á föstudag héldu framkvæmdir áfram og er nú búið að reysa norðurgaflinn við og því spennandi að fylgjast með framkvæmdum.
Hér liggja hliðar hússins í bakkanum vestan við grunn Salthússins milli Gránu og Róaldsbrakka.
Athugasemdir