Allinn og Höllin sjá um skólamötuneyti Grunnskóla Fjallabyggðar
sksiglo.is | Almennt | 29.07.2014 | 23:19 | Finnur Yngvi Kristinsson | Lestrar 1152 | Athugasemdir ( )
Bæjarráð hefur falið deildarstjóra fjölskyldudeildar að ganga frá samningi við lægstbjóðendur í skólamáltíðir Grunnskóla Fjallabyggðar. Það voru Allinn á Siglufirði og Höllin á Ólafsfirði sem voru með lægstu tilboðin en að auki bauð Rauðka í skólamátlíðirnar.
Samkvæmt fundargerð Fræðslu- og Frístundanefndar voru tilboðin svohljóðandi.
Allinn ehf: kr. 649 einstök máltíð fyrir bekkjardeildir á Siglufirði 1.-4. bekk og kr. 749 kr. einstök máltíð fyrir
5.-10. bekk.
Einstök máltíð fyrir starfsmenn kr. 749.
Höllin: kr. 680, einstök máltíð, fyrir bekkjardeildir í Ólafsfirði: kr. 980 fyrir starfsmenn.
Rauðka: Kr. 790 einstök máltíð, fyrir bekkjardeildir á Ólafsfirði og Siglufirði, ef heil önn er skráð í einu lagi. Kr. 800 m.v. skráningu fyrir máltíðum í einn mánuð í senn.
Kr. 850 fyrir bekkjardeildir á Siglufirði. Kr. 900 fyrir bekkjardeildir á Ólafsfirði.
Athugasemdir