Samstaða um næstu skref

Samstaða um næstu skref Fjölmennt var á samráðsfundinum sem haldinn var í ráðhúsi Fjallabyggðar í gærkvöld en þar var farið yfir alvarleika fyrirhugaðs

Fréttir

Samstaða um næstu skref

Fjölmennt í ráðhúsinu; FYK
Fjölmennt í ráðhúsinu; FYK

Fjölmennt var á samráðsfundinum sem haldinn var í ráðhúsi Fjallabyggðar í gærkvöld en þar var farið yfir alvarleika fyrirhugaðs niðurskurðar og hver næstu skref væru.

 

Ólafur Jónsson sparisjóðsstjóri hóf fundinn með því að bjóða fundargesti velkomna en síðan fór hann yfir alvarleika málsins í grófum dráttum. Fyrirséð er að hið minnsta muni 20 störf tapast á HSF sem mun leiða til mikillar skerðingu á grunnþjónustu í Fjallabyggð. Margfeldisáhrifin eru ekki fyrirsjáanleg en ljóst er að þau verði mikil. Efnalaugin mun missa mikil viðskipti, velta apóteksins mun minnka verulega, sambýlið verður erfiðara í rekstri og í raun munu allir þjónustuaðilar í Fjallabyggð finna fyrir þessu á beinan eða óbeinan hátt.

Fyrir bæjarsjóð eru afleiðingarnar þær að varlega má gera ráð fyrir að amsk 30 störf tapist í bæjarfélaginu og að það muni snerta um 80-100 manns. Ef sá hópur flyst allur í burtu þá þíðir það uþb 50m.kr tekjuskerðingu fyrir bæjarsjóð.

Nefnd hefur verið skipuð um næstu skref og hefur hún þegar haft samband við alla þingmenn umdæmisins. Nú er beðið eftir Steingrími J. Sigfússyni en honum hefur verið falið að finna fundartíma. Þá hefur verið óskað eftir því við bæinn að hann taki að sér að reikna út raunverulegan sparnað fyrirhugaðs niðurskurðar og það hefur bærinn tekið að sér. Miklar efasemdir eru um að þessi niðurskurður skili einhverjum sparnaði þar sem ekki hefur verið tekið tillit til ýmissa þátta í þeim útreikningum. Má þar nefna stóraukin sjúkraflutning milli Siglufjarðar og Akureyris en Konráð nefndi að fastlega megi gera ráð fyrir aukningu um 50-70 ferðir á ári.

Þá hefur ekki verið gert ráð fyrir að með opnun gangnanna stækkaði þjónustusvæði HSF til muna og fækkun sjúkrarýma því mjög óheppilegur.

Fundarmenn skildu það að væntanlega kæmumst við ekki hjá einherjum niðurskurði en hinsvegar þyrfti að finna leiðir til þess að niðurskurðurinn komi ekki niður á þjónustunni sjálfri. Einherstaðar annarstaðar þyrfti að skera niður, til að mynda með sameiningu Heilbrigðisstofnanna í utanverðum Eyjarfirði. Konráð nefndi að þessar viðræður hafi átt sér stað fyrir nokkru en þá hafi Dalvíkingar ekki verið opnir fyrir henni, skýrslan sé hinsvegar til í Heilbrigðisráðuneytinu ef grafa þarf hana upp.

Fundinum lauk þannig að lýst var yfir stuðning við nefndina um að vera í forsvari fyrir fyrirtæki í Fjallabyggð, engin setti sig gegn því og mun nefndin því halda áfram að vinna og halda á fund þingmanna kjördæmisins á næstu vikum. Enginn fundartími hefur þó verið staðfestur.

Þeir sem áhuga hafa á að styðja við nefndina og aðstoða hana við þá vinnu sem framundan er eða vilja mæta á fund með þingmönnum geta haft samband við nefndarmenn.
Ólafur Jónsson í SPS
Ólafur Sigurðsson hjá SR Vélaverkstæði
Aðalsteinn Arnarsson í Raffó


Athugasemdir

27.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst