Segja frábært að heimamenn hafi keypt Brim.

Segja frábært að heimamenn hafi keypt Brim. „Mér finnst frábært að fyrst verið er að selja Brim skuli það vera heimamenn sem kaupa,“ sagði Björn

Fréttir

Segja frábært að heimamenn hafi keypt Brim.

Þegar kaupin voru um garð gengin voru allir starfsmenn  Brims boðaðir til fundar. mbl.is/ Skafti
Þegar kaupin voru um garð gengin voru allir starfsmenn Brims boðaðir til fundar. mbl.is/ Skafti

„Mér finnst frábært að fyrst verið er að selja Brim skuli það vera heimamenn sem kaupa,“ sagði Björn Snæbjörnsson, formaður Verkalýðsfélagsins Einingar-Iðju, við Morgunblaðið um kaup Samherja á starfsemi Brims, sem skýrt var frá um helgina. 


Björn telur að þetta efli Eyjafjarðarsvæðið frekar en hitt.

„Þetta tryggir að ég held atvinnu í fiskvinnslu hér á Eyjafjarðarsvæðinu; fiskvinnslan er okkar stóriðja og ég fagna því mjög að við getum treyst því að atvinnan fari ekki frá okkur. Ég fagna því líka að fyrirtækið skuli koma með eignir erlendis frá til þess að leggja í fiskvinnslu hér á svæðinu.“

Björn Snæbjörnsson segir að þar sem Samherji yfirtaki rekstur Brims fyrir norðan haldi starfsfólk öllum þeim réttindum sem það hefur unnið sér inn hjá Brimi og þar áður Útgerðarfélagi Akureyringa. „Auðvitað geta orðið einhverjar breytingar en það verður örugglega ekki strax,“ sagði Björn.


„Ég er mjög ánægð með að fyrst eigendur vildu selja fyrirtækið skuli það hafa verið heimamenn sem keyptu,“ sagði Anna Júlíusdóttir sem hefur unnið hjá Brimi (og áður Útgerðarfélagi Akureyringa) í 17 ár.

„Mér finnst skipta miklu máli að aflinn skuli áfram verða unninn hér á Akureyri og okkur er auðvitað létt vegna þess. Það var ekkert sjálfgefið ef Akureyringar myndu ekki taka við þessu.“


Athugasemdir

27.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst