Þakinu lokað á Hótel Sigló
Á föstudaginn var síðasti flekinn kominn á þak Hótel Sigló og hefur húsinu því öllu verið lokað. Í því tilefni var flaggað og starfsmönnum á svæðinu boðið uppá laufléttar veitingar.
Er nú unnið að því að koma pappa og járni á þakið og ljúka við klæðningu hússins að utan jafn framt því sem hægt er að setja fullt kapp á uppbygginguna innandyra sem núþegar er komin nokkuð vel á veg í nirðri álmunni sem reis fyrst.
Róbert Guðfinnsson ræðir við mannskapinn á þessum merku tímamótum.
Róbert Orri Finnsson leggur drög að framtíðinni
Anna Lena, starfsmaður Selvíkur, mætir á verkstað.
Róbert Guðfinnsson, Gunnar St. Ólafsson og Brynjólfur Ómarsson
Flaggað á Hótel Sigló
Athugasemdir