Síðasti séns á að sjá Stöngin inn.

Síðasti séns á að sjá Stöngin inn. Innsend frétt. Leikfélögin í Fjallabyggð, Leikfélag Ólafsfjarðar og Leikfélag Siglufjarðar, auglýsa með stolti

Fréttir

Síðasti séns á að sjá Stöngin inn.

Innsend frétt.

Leikfélögin í Fjallabyggð, Leikfélag Ólafsfjarðar og Leikfélag Siglufjarðar, auglýsa með stolti lokasýningar á söng- og gamanleiknum „Stöngin inn!“ í leikstjórn Guðmundar Ólafssonar sem einnig samdi verkið.

 

Um leið þökkum við fyrir frábærar viðtökur en yfir 1.000 leikhúsgestir hafa lagt leið sína í Tjarnarborg og skemmt sér konunglega með okkur.  Þetta mikla ævintýri okkar mun ná hæstu hæðum þann 16. júní er leikhópurinn stígur á stokk á Stóra sviðinu í sjálfu Þjóðleikhúsinu, en „Stöngin inn“ var á dögunum valin „Áhugaverðasta áhugaleiksýning ársins 2012/2013“.


Síðustu sýningar eru sem hér segir:

13. júní kl. 20:00 – Tjarnarborg Ólafsfirði 
Miðapantanir hjá Helenu í síma 845-3216.

16. júní kl. 19:30 – Þjóðleikhúsið Reykjavík
Miðasala á midi.is og hjá Þjóðleikhúsinu í síma 551-1200
(Fáir miðar eftir)


Ekki missa af „Stöngin inn!“, sjáumst í leikhúsinu!!

 

 

L.Ó og L.S.

Myndir. Guðný Ág.

lslo

lslo

lslo


Athugasemdir

23.desember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst