Siglfirðingakaffi í Grafarvogskirkju
Siglfirðingafélagið minnir á árlegt Siglfirðingakaffi í Grafarvogskirkju sunnudaginn 22.maí næstkomandi klukkan 14:00. Ávalt hefur verið mikil og góð mæting á Siglfirðingakaffið en þetta verður síðasta formlega Siglfirðingamessa séra Vigfúsar Þórs Árnasonar sem nú hefur látið af embltti sóknarprests í Grafarvogskirkju.
Ræðumaður dagsins verður athafnamaðurinn Róbert Guðfinnsson og Hlöðver Sigurðsson sér um tónlistarflutning.
Við hvetjum þá sem eru vanir að koma með bakkelsi á þessum degi til að halda því endilega áfram segir í tilkynningu Siglfirðingafélagsins.
Það jafnast jú ekkert á við siglfirskt bakkelsi. J
Athugasemdir