Siglfirðingar salta sænska síld!
Þriðju norrrænu strandmenningarhátíðinni lauk í gær, en hún var nú haldin í Karlskrona í Svíþjóð. Íslenskir þátttakendur voru tuttugu talsins og mjög sýnilegir. Átta manna hópur frá Síldarminjasafninu saltaði síld og vakti sýning hópsins verðskuldaða athygli. Suðurhluti Svíþðjóðar á sér langa hefð fyrir síldarmenningu og enn gera þeir sér ekki glaðan dag án þess að hafa síld á borðum.
Auk söltunarhópsins sýndi níu manna hópur handverksfólks frá „Handraðanum“ gamalt handverk og matarhefðir Íslendinga fyrr og nú. Mesta athygli vakti skógerð úr roði sem trúlega hefur hvergi þekkst annars staðar en á Íslandi. Annað framlag Síldarminjasafnsins var sýning á vatnslitamyndum Örlygs Kristfinnssonar úr bókinni Saga úr síldarfirði á byggðarsafninu „Blekinge museum"
Anita Elefsen, fararstjóri Siglfirðinganna skrifaði frá Svíþjóð:
Við höfum dvalið nærri viku ì Karlskrona til að taka þàtt ì strandmenningarhàtìðinni. Þàtttaka Sìldarminjasafnsins fòlst ì þvì að setja upp söltunarsýningar à hàtìðarsvæðinu og kynna safnið,Siglufjörð og söguna fyrir hàtìðargestum.
Smiðir à Blekinge Museum, Byggðasafninu ì Karlskrona, sàu um að smìða flest sem til þurfti,að undanskildum sìldartunnum, sem voru það eina sem til var à sænsku sjòminjasöfnunum. Sìldarkassi, bjòð, tunnuhringir og saltkassar voru smìðaðir eftir ljòsmyndum og einföldum màlum. Smiðirnir tveir biðu svo spenntir eftir fyrstu sýningu til þess að sjà hvernig þetta var allt saman notað!
Sýningarnar gengu afar vel og voru vel sòttar af hàtìðargestum, en alls var saltað fjòrum sinnum à tveimur dögum - ì glampandi
sòl og steikjandi hita!
Þàttaka sìldargengisins varð að forsìðufrétt ì sænsku dagblaði, þar sem talað var um "Spektakulär sillshow!" og
àfram: "Sìldarsöltun upp à gamla màtann. Ìslensku dömurnar voru sem konfekt fyrir augað með brennivìnsflösku ì hönd,
sìgarettu ì munnvikinu og rauðmàlaðar varir."
Sænska sìldin er töluvert smærri en sù ìslenska - Bidda Björns reiknaði ùt að það þyrfti 42 sænskar sìldar ì eitt lag ì tunnuna, en ca. 18 af þeirri íslensku!
Hòpurinn sem nú er á heimleið er hæstànægður með dvölina ì Karlskrona - og þakkar skipuleggjendum
hàtìðarinnar kærlega fyrir!
- AE
Athugasemdir