Siglfirsku Alparnir

Siglfirsku Alparnir Það er nægur snjór í Siglfirsku Ölpunum þessa dagana þrátt fyrir örlitla hláku undanfarið. Egill Rögnvaldsson staðarhaldari segir

Fréttir

Siglfirsku Alparnir

Siglfirsku Alparnir á góðum degi
Siglfirsku Alparnir á góðum degi

Það er nægur snjór í Siglfirsku Ölpunum þessa dagana þrátt fyrir örlitla hláku undanfarið. Egill Rögnvaldsson staðarhaldari segir snjóinn haldast vel enda hafi verið troðið duglega vikurnar á undan. Í dag er þó aðeins opið í Neðstu og T-lyftu en Bungulyftan er lokuð vegna of mikils vinds.

Í gær komu í heimsókn um 90 manns frá Akureyri en lokað var í Hlíðarfjalli í gær og njóta Siglfirsku Alparnir þess með tilkomu Héðinsfjarðarganga. Egill segist sjá aukningu í komu skíðafólks frá Eyjafirði. Ný vefmyndavél hefur verið tekin í notkun og má finna hana HÉR 

Athugasemdir

15.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst