Sigló Open verður haldið laugardaginn um verslunarmannahelgi
Sigló Open verður haldið laugardaginn um verslunarmannahelgi. Þetta er stærsta mót sumarsins hjá Golfklúbbi Siglufjarðar og er það einstaklega veglegt í ár.
Spilaðar verða 18 holur og ræst af öllum teigum kl. 9:00.
Aðalstyrktaraðili mótsins er Aðalbakaríið á Siglufirði. Innifaldar eru veitingar að móti loknu.
Keppt í kvenna og karlaflokki. Forgjöf kk. 24 og kvk. 28. Nándarverðlaun á par 3 holum. Dregið verður úr skorkortum. Mótsgjald 4.000 kr.
Aðalverðlaun eru ferðavinningar frá Icelandair.
Endilega skráið ykkur í mótið á golf.is (http://www.golf.is/pages/motaskra/upplysingarummot/?idegaweb_event_classname=134a9346-af04-48bb-827d-61910541603c&tournament_id=17666).
Einnig er hægt að skrá í mótið með tölvupósti á vefstjoriGKS@gmail.com eða í síma 660-1028 (Kári Arnar).
Óskum um röðun í holl skal komið til skila með tölvupósti á vefstjoriGKS@gmail.com eða í síma 660-1028 (Kári Arnar).
Athugasemdir