Siglómótið í blaki

Siglómótið í blaki

Fréttir

Siglómótið í blaki

Hið árlega Siglómót í blaki verður haldið í Fjallabyggð laugardaginn 22. febrúar. Leikið verður í íþróttahúsunum á Siglufirði og í Ólafsfirði og spilað verður á 6 völlum.

Að vanda verður lokahóf Siglómótsins klárað með stæl. Fljótlega eftir að síðustu leikjum lýkur fer fram verðlaunaafhending í Bátahúsinu (Síldarminjasafninu), þar sem Blakbarinn verður opinn. Þegar afreksblakararnir hafa tekið á móti verðlaunum þá verður farið á Kaffi Rauðku þar sem kvöldskemmtunin fer fram.

Á Kaffi Rauðku verður boðið upp á glæsilegan matseðil, skemmtun og ball að hætti blakara. Á matseðlinum verða fylltar kjúklingabringur með fetaosti og basil ásamt steiktri grænmetisblöndu, kartöflugratín, fersku salati og nýbökuðu brauði. Um leið og síðasta kjúklingabitanum hefur verið rennt niður þá verður dansað fram eftir kvöldi. Hljómsveitin NoName mun halda uppi stemmningunni.


Athugasemdir

23.desember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst