Siglufjarðarsamba - Hlustaðu og sendu á vini

Siglufjarðarsamba - Hlustaðu og sendu á vini Það voru nokkrir bruttflognir Siglfirðingar og vildarvinir sem fóru í Hljóðrita í Hafnarfirði og tóku upp

Fréttir

Siglufjarðarsamba - Hlustaðu og sendu á vini

Siglufjarðarsamba tekið upp í Hljóðrita, Hafnarfirði. Ljósmyndari; Birgir Ingimarsson
Siglufjarðarsamba tekið upp í Hljóðrita, Hafnarfirði. Ljósmyndari; Birgir Ingimarsson

Það voru nokkrir bruttflognir Siglfirðingar og vildarvinir sem fóru í Hljóðrita í Hafnarfirði og tóku upp lagið ,,Sumarsamba'' þetta lag er eftir Elías Þorvaldsson sem lengi var gítarleikari hljómsveitarinnar Gauta frá Siglufirði, lagið samdi hann um 1994. Textinn er eftir Sigurð Jóhannesson.

Nú viljum við, stuðningsmenn Siglufjarðar, að allir sem sjá þetta og heyra sendi lagið á vini og kunningja til þess að auglýsa bæinn okkar og fjölmennt verði á Síldarævintýrið. Þú getur hlustað á lagið með því að fara á myndina hægra megin á síðunni.

Í framhaldi er verið að gera tónlistarmyndband með laginu, unnið af hálfum Siglfirðingi Óskari Braga Stefánssyni, og verður það sett á vefinn, Facebook og Youtube. Byrjar þá annað dreifikerfi og spilun í ljósvakamiðlum.

Að laginu kemur glæsilegt úrval tónlistamanna:

Bassaleikur: Jón Ómar Erlingsson (frá Sigló)
Trommur: Helgi Svavar Helgason (frá Sigló)
Allskonar: Gylfi Ægisson (frá Sigló)
Söngur: Eyjólfur Kristjánsson (ekki alveg frá Sigló)
Hljómborð: Sigurður Guðmundsson (Kefavík)
Gítar: Guðmundur Pétursson (Reykjavík)
Saxafónn: Ingimar Andersen (Reykajvík)
Bassaleikur: Magnús Guðbrandsson (frá Sigló)
Stjórn upptöku: Kristinn Jónsson (Kefavík)
Birgir Ingimarsson: Bongó (frá Sigló)


Endilega ef einhver er með hugmynd eða innlegg til dreifinga þá látið okkur vita, nú vinnum við saman.
Birgir Ingimarsson birgir@taktik.is
Finnur Yngvi Kristinsson, Rauðka finnur@me.com


Plaggat fyrir lagið má sjá hér

Lagið má sækja hér



Athugasemdir

28.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst