Siglufjarðarskarð mokað
sksiglo.is | Almennt | 23.07.2012 | 10:00 | Guðmundur Skarphéðinsson | Lestrar 860 | Athugasemdir ( )
Siglufjarðarskarð var mokað um helgina. Ferðamenn sem hafa verið á Siglufirði síðustu daga spurðu mikið um hvort skarðið væri opið. Þetta er vinsæl leið í góðu veðri bæði fyrir gangandi og akandi.
Leiðin er mjög oft farin á hverju sumri. Fréttamaður tók myndir af Ragnari Steingrímssyni þar sem hann var að ljúka við moksturinn.


Ragnar Steingrímsson




Þessa hauskúpu málaði Ragnar Páll Einarsson, listmálari fyrir um 45 árum á stein sem er við veginn niður skarðið. Mörgum vegfarendanum brá í brún þegar ljósgeislinn frá bílnum lýsti á steininn.

Texti og myndir: GJS
Leiðin er mjög oft farin á hverju sumri. Fréttamaður tók myndir af Ragnari Steingrímssyni þar sem hann var að ljúka við moksturinn.
Ragnar Steingrímsson
Þessa hauskúpu málaði Ragnar Páll Einarsson, listmálari fyrir um 45 árum á stein sem er við veginn niður skarðið. Mörgum vegfarendanum brá í brún þegar ljósgeislinn frá bílnum lýsti á steininn.
Texti og myndir: GJS
Athugasemdir