Sigurjón á Special Olympics

Sigurjón á Special Olympics Siglfirđingar geta nú státađ sig af ţví ađ eiga ólimpíufara en síđastliđinn föstudag var Sigurjón Sigtryggsson valinn í hóp

Fréttir

Sigurjón á Special Olympics

Sigurjón Sigtryggsson. Ljósmynd; http://umfgloi.123.is/
Sigurjón Sigtryggsson. Ljósmynd; http://umfgloi.123.is/
Siglfirđingar geta nú státađ sig af ţví ađ eiga ólimpíufara en síđastliđinn föstudag var Sigurjón Sigtryggsson valinn í hóp ţeirra sem sćkja Special Olympics fyrir Íslands hönd í Aţenu í Grikklandi 25.júní – 4.júlí 2011. Var ţetta opinberađ á mánudag.





Sigurjón mun keppa í frjálsum íţróttum en ţar hefur hann sýnt frábćran árangur í gegnum tíđina. Árangur hans er Siglfirđingum heldur ekki ókunnur en hann hefur veriđ mjög áberandi í íţróttalífinu á Siglufirđi. Međal árangurs Sigurjóns má telja eftirfarandi:

- Silfurverđlaun í 60 metra hlaupi karla á Íslandsmóti ÍF áriđ 2010.
- Gullverđlaun í 200m hlaupi karla á Íslandsmóti ÍF áriđ 2010.
- Besti íţróttamađur Snerpu á aldrinum 13-16 ára í Boccia og Frjálsum Íţróttum áriđ 2009.
- Silfurverđlaun í kúluvarpi og 100m hlaupi á Norrćna barna- og unglingamótinu í Eskilstuna áriđ 2009.
- Gullverđlaun í 400m hlaupi á Norrćna barna- og unglingamótinu í Eskilstuna áriđ 2009.
- Ţrefaldur Íslandsmeistari áriđ 2008 í 200m hlaupi, 400m hlaupi og kúluvarpi.

Ađ auki hefur Sigurjón sett ýmis met á ferli sínum og á međal annars aldursflokksmet í spjótkasti, met hjá UMSS í 300m hlaupi, met í flokki 13-14 ára í 600m hlaupi.

Sigló.is óskar Sigurjóni og Siglfirđingum öllum til hamingju međ glćstan árangur hans.

Athugasemdir

27.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörđur
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgiđ okkur á Facebook eđa Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst