Sigurvegari tekur við verðlaunum
sksiglo.is | Fréttir á landsvísu | 10.02.2010 | 10:00 | | Lestrar 715 | Athugasemdir ( )
Sveinn Þorsteinsson fékk afhent verðlaun fyrir bestu myndina í Ljósmyndasamkeppni siglo.is 2009 í gær. Það var Helga Sigurbjörnsdóttir starfsmaður siglo.is sem afhenti Sveini sigurlaunin, ljósmyndaprentara og bestu myndina útprentaða í A3 stærð.
Sveinn sagðist hafa byrjað að taka myndir á stafrænar myndavélar 1991 og þá á mjög einfalda vél en svo hafi hann fjárfest í stærri og öflugri vélum til dagsins í dag. Siglo.is óskar Sveini til hamingju með verðlaunin og megi hann njóta vel.
Mynd Sveins sem var valin besta myndin.
Athugasemdir