Síldarminjasafnið fær sænskan styrk

Síldarminjasafnið fær sænskan styrk Árið 2018 fagnar Siglufjarðarkaupstaður eitt hundrað ára kaupstaðarafmæli sínu og 200 ára verslunarréttindum. Á árinu

Fréttir

Síldarminjasafnið fær sænskan styrk

Myndir frá Sigló á sýningarspjaldi
Myndir frá Sigló á sýningarspjaldi

Árið 2018 fagnar Siglufjarðarkaupstaður eitt hundrað ára kaupstaðarafmæli sínu og 200 ára verslunarréttindum. Á árinu fagnar Íslenska lýðveldið jafnframt 100 ára fullveldisafmæli sínu. Á þessum merku tímamótum verður haldin samnorræn strandmenningarhátíð dagana 4. – 8. júlí 2018 á Siglufirði.

Um er að ræða sjöundu strandmenningarhátíðina en sú fyrsta fór fram á Húsavík árið 2011.

Síðan þá hefur hátíðin verið haldin í Danmörku, Svíþjóð, Noregi, Álandseyjum og Færeyjum. Markmið Norrænu strandmenningarhátíðanna er að vekja athygli á strandmenningu sem einum merkasta hornsteini í menningararfi og sögu þjóðarinnar. Það er gert með því að gefa sérfræðingum og almenningi tækifæri á að hittast, læra, miðla og skapa samtal og efla tengsl.

Markmið hátíðarinnar er jafnframt að styðja við strandmenninguna, stuðla að varðveislu hennar og kynna fyrir almenningi.

Að þessu sinni fer hátíðin fram í samvinnu við árlega Þjóðlagahátíð. Yfirskrift hátíðarinnar er „Tónlist við haf og strönd“ og verður lögð áhersla á sambland tónlistar, bátasmíði, listsköpunar og annarrar strandmenningar.

 Hin eldhressa stjórn Bohusläns Islandsfiskares ekonomiksa förening eftir stjórnafund í Bohulän musseum þar sem ákveðið var að styrkja Síldarminjasafnið með 350.000 ísk. fyrir uppsetningu á sýningunni "På väg mot Island" ásamt Sofie Henryson starfsmanni Bohuslän Museum sem sér um hönnun og uppsetningu sýningarinnar.

Það sem gerir þessa strandmenningarhátíð svo sérstaka eru hin sterku norrænu tengsl við Siglufjörð, en fullyrða má að Siglufjörður sé eini staðurinn á landinu þar sem allar norrænu þjóðirnar hafa átt sín spor. Hér voru Norðmenn, Danir, Finnar, Svíar og Færeyingar við síldveiðar og tóku þátt í uppbyggingu staðarins og síldariðnaðarins. 

Sem einn hluti af þessari samnorrænu strandmenningarhátíð var komið á samstarfi milli Síldarminjasafnsins á Siglufirði, Bohuslän Museum,  Bohusläns Islandsfiskares ekonomiska förening og Byggðarsafns Skärhamns (De seglade för Tjörn) í Svíþjóð um uppsetningu sögusýningar um síldveiði sænskra sjómanna við Íslandsstrendur og sér í lagi á Siglufirði.

 Sýningin um reknetaveiðar svía við Íslandsstrendur var fyrst sett upp i Uddevalla 2016 og hefur þar á eftir verið sett upp sem farandssýning i minna formi á Byggðarsöfnum víðsvegar um vesturströnd Svíþjóðar eins og t.d. Í lysekil, Skärhamn og Smögen og í sumar kemur hún til Siglufjarðar.  Bohusläns Islandsfiskares ekonomiska förening hefur styrkt allar þessar sýningar og Byggðarsafns Skärhamns (De seglade för Tjörn) hefur lánað út ljósmyndir úr sýnu safni.

Þetta samstarf skapaðist upp úr forvitni undirritaðs um síldveiðisögu (Reknetaveiðar og söltun um borð i fraktskútum) vesturstrandar Svíþjóðar og þau miklu samskipti sem fólk í sjávarþorpum hér í Svíþjóð hafði við Siglufjörð allt frá 1925 til um og yfir 1960.

Það er skemmtilegt að grúska í gömlum ljósmyndum og sögum sem snerta sögu fjarðarins fagra en ég verð að segja að það allra skemmtilegasta í þessu öllu er að hitta fólk sem leggur mikið á sig við að varðveita þessa síldarsögu sem tengir okkur öll saman. 

Eins og t.d. þessa frábæru eldri herramenn (80 til 95 ára) í stjórn Bohusläns Islandsfiskares ekonomiska förening sem leggja á sig ómælda sjálfboðavinnu við að varðveita þessa síldarsögu og ég er núna í skrifandi stund að reyna að gera allt sem í mínu valdi stendur till þess að nokkrir af þeim komi í heimsókn til Sigló í sumar svo að þeir geti fengið að sjá og upplifa aftur fegurð Siglufjarðar og öllu sem tengist síldarsögunni sem er sýnt núna í flottasta safni Íslands, því fjórir af þeim hafa mörgum sinnum sjálfir tekið þátt í þessum erfiðu og áhættusömu þriggja mánaða síldveiðitúrum með söldtun um borð í fraktskútum á Grímseyjarsundi. 

Sjá aðrar greina á siglo.is hér:

PÅ VÄG MOT ISLAND…. á heimaslóðum sænskra síldveiðimanna! 

De seglade från Tjörn.......Til SIGLÓ. (50 myndir)

 Bohuslän Museum í Uddevalla

Stutt um sögu Bohusläns Islandsfiskares ekonomiska förening! 

“Félagið var stofnað 1933 sem fjárhagslegt hagsmunafélag fyrir útgerðarfyrirtæki, síldarkaupendur og niðursuðuverksmiðjur í þeim tillgangi að minka áhættu sem fylgdi þriggja mánaðar veiðitúrum með síldarsöltun um borð í stórum frakskútum við strendur Íslands.
Í dag er aðalhlutverk félagsins að sjá um sjóð félagsins og gæta hagsmuna meðlimana og styrkja söfnun og varðveislu heimilda um reknetaveiðar sænskra sjómanna frá vesturströndinni við Íslandsstrendur.”

 Gamlir gufubátar í vetrarskrúða fyrir utan Bohuslän Museum í Uddevalla

Áætlað er að þýða sýningartextana á íslensku og ensku, endurhanna sýningarskiltin og prenta þau á álskilti til útisýningar.
Valdir gripir verða settir upp með söguspjöldunum á safnsvæði Síldarminjasafnsins.

Með því að hafa sýninguna utandyra er öllum gestum strandmenningarhátíðarinnar tryggður aðgangur að sýningunni án endurgjalds, en áform eru um að sýningin fái að standa til ágústloka.

Síldarminjasafn Íslands á Siglufirði hefur fengið fjárstyrk til verkefnisins að upphæð 350.000 ISK og verður þeim fjármunum varið til þýðingar á textum, hönnunarvinnu, prentunar á álskiltum og uppsetningar á sýningunni.

Sjáumst í sumar.
Nonni Björgvins

Texti:
Jón Ólafur Björgvinsson og Anita Elefsen

Myndir:
Jón Ólafur Björgvinsson

Aðrar greinar um Siglufjörð og vesturströnd Svíþjóðar: 

Minningar um síldveiðar við Ísland 1946-48.

SAGAN UM SVANINN! Síldveiðar, landlega og slagsmál o.fl. á Sigló 1935

De seglade från Tjörn.......Til SIGLÓ. (50 myndir)

PÅ VÄG MOT ISLAND…. á heimaslóðum sænskra síldveiðimanna! 

Siglfirðingar, síld og sakamálasögur í Fjällbacka

Stórkostleg kvikmynd frá 1954 fundin

SILLSTULKOR I SIGLUFJORD / Sænsk myndasyrpa frá 1945

SIGLUFJORDUR er nafli alheimsins og SILLENS CLONDYKE (Myndir og myndband)


Athugasemdir

21.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst