Síldarvinnslan selur eignir sínar á Siglufirði

Síldarvinnslan selur eignir sínar á Siglufirði Í gær handsalaði Gunnþór Ingvason framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar hf. sölu á öllum eignum

Fréttir

Síldarvinnslan selur eignir sínar á Siglufirði

Gunnþór Ingvason og Róbert Guðfinnsson
Gunnþór Ingvason og Róbert Guðfinnsson

Í gær handsalaði Gunnþór Ingvason framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar hf.  sölu á öllum eignum Síldarvinnslunnar á Siglufirði til Róberts Guðfinnssonar athafnamanns þar. Um er að ræða eignir sem áður tilheyrðu SR-mjöli en árið 2003 runnu Síldarvinnslan og SR-mjöl saman í eitt fyrirtæki sem ber nafn Síldarvinnslunnar. 

Gunnþór Ingvason framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar sagði eftirfarandi um sölu eignanna: „Við hjá Síldarvinnslunni gleðjumst yfir því að afhenda athafnamanninum og Siglfirðingnum Róberti Guðfinnssyni umræddar eignir. Róbert stendur í umfangsmikilli uppbyggingu á ferðamannaþjónustu á Siglufirði auk þess að koma að rekstri skíðasvæðisins á staðnum og uppbyggingu golfvallarins svo eitthvað sé nefnt. Með þessum kaupum stuðlar Róbert enn frekar að uppbyggingu á staðnum. Ég trúi því að þær hugmyndir sem Róbert hefur um nýtingu eignanna muni koma samfélaginu vel og stuðla að frekari framþróun á Siglufirði og í Fjallabyggð.

Við bindum vonir við að nýtingarhugmyndir Róberts boði nýtt upphaf fyrir nýtingu eignanna í þágu atvinnu og mannlífs á Siglufirði.

Kaupverð og kjör eru trúnaðarmál á milli kaupanda og seljanda. Það liggur hins vegar fyrir að verði eignanna er stillt í hóf og þannig hefur Síldarvinnslan lagt sitt af mörkum til að framtíðarhugmyndir Róberts geti orðið að veruleika samfélaginu á Siglufirði og í Fjallabyggð til góða.“

Vefur Síldarvinnslunnar


Athugasemdir

11.desember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst