Sjómaðurinn Kristinn Konráðsson heiðraður

Sjómaðurinn Kristinn Konráðsson heiðraður Var nokkur mannfjöldi samankominn við hátíðlega athöfn á sjómannadaginn við minnisvarðan um týnda og drukknaða

Fréttir

Sjómaðurinn Kristinn Konráðsson heiðraður

Hjónin Kristinn og Kristín ásamt bæjarstjóranum
Hjónin Kristinn og Kristín ásamt bæjarstjóranum

Var nokkur mannfjöldi samankominn við hátíðlega athöfn á sjómannadaginn við minnisvarðan um týnda og drukknaða sjómenn hér á Siglufirði.

Steinunn María Sveinsdóttir formaður bæjarráðs hélt kjarnyrta ræðu eins og hún á kyn til í tilefni sjómannadagsins og kirkjukór Siglufjarðarkirkju söng.

Síðan var sjómaðurinn Kristinn Konráðsson eða Kiddi Konn eins og hann er nefndur í daglegu tali heiðraður fyrir áratuga langa sjómennsku sína og er hann vel að þeim heiðri kominn eins og bæjarstjórinn Gunnar Birgisson kom að í ræðu sinni. 


Bæjarstjórinn Gunnar Birgisson heiðrar Kristinn Konráðsson

Að lokum lögðu bræðurnir Magnús Tómasson og Örvar Tómasson blómsveig að minnisvarðanum og hélt síðan mannskapurinn í Allann þar sem Slysavarnadeildin Vörn var með glæsilegar kræsingar til sölu til styrktar félaginu.


Steinunn María Sveinsdóttir hélt hátíðarræðuna


Hátíðleg stund


Kór Siglufjarkirkju söng


Blómsveigur lagður á minnisvarðan um týnda og drukknaða sjómenn


Kaffiborðið á Allanum svignaði undan kræsingunum sem Slysavarnadeildin Vörn bauð uppá


Texti: Kristín Sigurjónsdóttir
Myndir: Kristín Sigurjónsdóttir 


Athugasemdir

23.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst