Sjóvarnargarðar á Siglunesi

Sjóvarnargarðar á Siglunesi Skipulagsstofnun hefur komist að þeirri niðurstöðu að gerð tveggja sjóvarnargarða á Siglunesi við Siglufjörð og efnistaka

Fréttir

Sjóvarnargarðar á Siglunesi

Ljósmynd ruv.is
Ljósmynd ruv.is

Skipulagsstofnun hefur komist að þeirri niðurstöðu að gerð tveggja sjóvarnargarða á Siglunesi við Siglufjörð og efnistaka vegna þeirra skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Um er að ræða gerð tveggja sjóvarnargarða sem samtals eru áttatíu metra langir auk 1600 rúmmetra efnistöku.

Sjóvarnagörðunum er ætlað að verja annars vegar fiskverkunarhús og hins vegar frístundahús á Siglunesi, sem talið er að geti orðið fyrir tjóni af völdum sjógangs. Lögum samkvæmt má kæra úrskurð Skipulagsstofnunar til umhverfisráðherra og er kærufrestur til 2. mars.

frettir@ruv.is


Athugasemdir

12.mars 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst