Skapandi nemendur
sksiglo.is | Norðlenskar fréttir | 29.10.2010 | 08:00 | Bergþór Morthens | Lestrar 533 | Athugasemdir ( )
Á þessari önn hafa yfir 50 nemendur stundað nám í svokölluðum Miðannaráfanga við Menntaskólann á Tröllaskaga.
í áfanganum vinna nemendur eigin verkefni, alveg frá hugmynd til lokaframkvæmdar.
Íbúar Fjallabyggðar verða sjálfsagt varir við afrakstur þessa áfanga á næstu vikum og mánuðum en áfangin tengist mjög nærumhverfi nemendanna.
Verkefnin hafa verið af ýmsum toga hugmyndaflug nemenda hefur ráðið för - verið er að vinna að skipulagningu jólatónleika, flóamarkaðs, innanhúss móts í fótbolta, Lanmóts, útgáfu uppskrifta, könnunar hjá grunnskólanemendum og könnun á markaðsmöguleikum á hestaleigu svo eitthvað sé nefnt.
Áfanginn hefur einmitt miðað að því að opna fyrir sköpunarkraft nemenda og gera þá óhrædda við að prófa, framkvæma og þróa eigin hugmyndir.
Nemendum hafa verið kynnt grunnatriði sem hafa verður í huga við skipulagningu verkefna, svo sem verkáætlun, kostnaðaráætlun og markaðsetningu.
Gestafyrirlesarar hafa komið og heimsótt nemendur má þar m.a. nefna Gísla Rúnar Gylfason, Anítu Elefsen, Finn Yngva Kristinsson og Freyju Dönu Kristjánsdóttur.
Það hafa margar góðar hugmyndir komið fram hjá nemendum og það er vonandi að íbúar á svæðinu mæti vel á þá viðburði sem búið er að skipuleggja og styðji við þau verkefni sem eru í gangi.
Þetta lífgar svo sannarlega upp á lífið í bænum.
í áfanganum vinna nemendur eigin verkefni, alveg frá hugmynd til lokaframkvæmdar.
Íbúar Fjallabyggðar verða sjálfsagt varir við afrakstur þessa áfanga á næstu vikum og mánuðum en áfangin tengist mjög nærumhverfi nemendanna.
Verkefnin hafa verið af ýmsum toga hugmyndaflug nemenda hefur ráðið för - verið er að vinna að skipulagningu jólatónleika, flóamarkaðs, innanhúss móts í fótbolta, Lanmóts, útgáfu uppskrifta, könnunar hjá grunnskólanemendum og könnun á markaðsmöguleikum á hestaleigu svo eitthvað sé nefnt.
Áfanginn hefur einmitt miðað að því að opna fyrir sköpunarkraft nemenda og gera þá óhrædda við að prófa, framkvæma og þróa eigin hugmyndir.
Nemendum hafa verið kynnt grunnatriði sem hafa verður í huga við skipulagningu verkefna, svo sem verkáætlun, kostnaðaráætlun og markaðsetningu.
Gestafyrirlesarar hafa komið og heimsótt nemendur má þar m.a. nefna Gísla Rúnar Gylfason, Anítu Elefsen, Finn Yngva Kristinsson og Freyju Dönu Kristjánsdóttur.
Það hafa margar góðar hugmyndir komið fram hjá nemendum og það er vonandi að íbúar á svæðinu mæti vel á þá viðburði sem búið er að skipuleggja og styðji við þau verkefni sem eru í gangi.
Þetta lífgar svo sannarlega upp á lífið í bænum.
Athugasemdir