Skarðsdalur eða Skarðdalur ?
sksiglo.is | Norðlenskar fréttir | 16.09.2010 | 10:30 | Bergþór Morthens | Lestrar 632 | Athugasemdir ( )
Siglufjörður hefur verið töluvert í fréttunum um þessar mundir.
Framkvæmdir vegna Héðinsfjarðarganga hafa vakið mikla athygli auk þess sem fréttir af jarðhitaborunum hafa vakið nokkra eftirtekt.
Í umfjöllun um jarðhitaboranir hefur verið talað um framkvæmdir í Skarðsdal.
Ekki eru allir á eitt sáttir um það nafn á svæðinu og hefur siglo.is borist ábending um að réttara sé að tala um Skarðdal frekar en Skarðsdal.
Sitt sýnist hverjum í þessu máli og hefur reyndar verið fjallað um þetta mál áður hér á vefnum, en málið hefur dúkkað upp á ný í kjölfar fréttaflutnings af svæðinu.
Hér má sjá álit frá Jónínu Hafsteinsdóttur sem vinnur Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum á Örnefnasafni – nafnfræðisviði :
Eftir leit í heimildum sýnist mér að mjög rík hefð sé fyrir nafnmyndinni
Skarðdalur. Að vísu er Skarðsdalur í elstu heimild sem ég hef séð, þ.e.
fornbréfum frá 15. öld, og í Jarðabók Árna Magnússonar frá 1712 stendur
reyndar Skarðsdalur en hins vegar Skarðdalskot. Í manntali frá 1703 er
bærinn nefndur Skarðdalur, einnig í manntali 1801 þar sem hann er
nefndur upp á dönsku eins og aðrir bæir í þeirri skráningu og heitir
"Skardal" og loks í manntali 1816 er Skarðdalur, a.m.k. hefur útgefandi
þess valið þá mynd í prentun manntalsins.
Í lýsingu Hvanneyrarprestakalls, sem rituð er 1845 eða eitthvað síðar,
er Skarðsdalur og Skarðsdalskot, en þess er að gæta að presturinn sem
skrifar lýsinguna er aðfluttur, nýkominn í prestakallið (kemur um 1845).
Það kann að vera að hann "leiðrétti" bæjarnafnið þó heimamenn hafi talað
um Skarðdal, talið réttara að rita Skarðs-, en þetta er auðvitað ekki
hægt að fullyrða. Sama gæti átt við Helga Guðmundsson sem skráir örnefni
á öllum bæjum við Siglufjörð (sjá http://www.snokur.is/), en hann
skrifar Skarðsdalur.
Ég hef skoðað ýmsar bækur og gögn hér í safninu sem eru að því er ég tel
flest eða öll eftir heimamenn, þ.e. innfædda Siglfirðinga, og þar er
myndin Skarðdalur eingöngu notuð. Þetta eru rit eftir sr. Bjarna
Þorsteinsson, Ingólf Kristjánsson og Sigurjón Sigtryggsson, einnig skrif
í Siglfirðingabók 1975 og 1976 og eftir Pétur Björnsson frá Á og
Gunnlaug Sigurðsson. Í Árbók Ferðafélags Íslands 2000 er kafli um
strandbyggðir Mið-Norðurlands eftir Valgarð Egilsson og þar er ævinlega
Skarðdalur. Á Ferðakorti 1 (1:250 000) sem Landmælingar Íslands gáfu út
2003 og aftur 2005-6 er Skarðdalur en í eldri útgáfu hafði staðið
Skarðsdalur, og ég hygg að því hafi verið breytt skv. tillögu
Örnefnastofnunar sem þá las yfir kort LMÍ fyrir útgáfu.
Að lokum vil ég nefna að á heimasíðu Stofnunar Árna Magnússonar er
Bæjatal þar sem reynt er að hafa bæjanöfn sem næst því sem réttast getur
talist og þar er nafnið Skarðdalur
(http://arnastofnun.is/page/arnastofnun_gagnasafn_baejatal)
.
Ég held ég komist ekki lengra með þetta. Þú sérð á þessu sem ég hef
talið upp að mjög rík hefð er fyrir myndinni Skarðdalur meðal heimamanna
og víðar og þú getur óhikað haldið þig við það. Mér vitanlega hefur
engin ósk komið frá "þar til bærum aðilum" um að breyta því enda veit ég
ekki hverjir það ættu að vera.
Fréttamaður leitaði álits talsmanns örnefnafélagsins á málinu.
Örlygur Kristfinnsson sendi fréttamanni sína skoðun :
Margoft hefur verið spurt hvort segja og skrifa eigi Skarðsdalur eða Skarðdalur. Eftir að hafa ráðfært mig við félaga mína í Örnefnafélaginu Snók, þá Hannes Baldvinsson og Pál Helgason, skoðað þrjú Siglufjarðarkort, flett upp í tveimur héraðslýsingum og tveimur helstu örnefnaskrám Siglufjarðar þá vill undirritaður reyna að gera grein fyrir málinu með eftirfarandi hætti.
Fyrst er að nefna það að tveir staðir bera nafn af Skarðinu, þ.e. dalurinn og býlið, jörðin, sem búið var á fram yfir 1940.
Á þremur mismunandi landakortum sem sýna Siglufjörð sérstaklega, það elsta frá 1931 og yngsta frá 2007, er dalurinn augljóslega nefndur Skarðsdalur – með s-i.
Í örnefnaskrá Helga Guðmundssonar er bæði nafn dalsins og bæjarheitið Skarðsdalur. (Helgi var ekki heimamaður)
Í örnefnaskrá Gunnlaugs Sigurðssonar er bærinn margnefndur Skarðdalur en aðeins einu sinni er dalurinn nefndur og með því einkennilega heiti, Skarðdalsdalur(!).
Í því merka riti sr. Bjarna Þorsteinssonar, Aldarminning Siglufjarðar 1818-1918, notar hann Skarðdal bæði um dalinn og býlið.
Sigurjón Sigtryggsson nefnir bæinn Skarðdal en dalinn Skarðsdal í verki sínu Frá Hvanndölum til Úlfsdala, 2. bindi.
Hverjar eru svo málvenjurnar, hvernig hafa Siglfirðingar notað þessi heiti í daglegu tali sínu? Því má svara á einfaldan hátt hvað bæjarheitið snertir, sem sagt Skarðdalur. Engum hefur fram til þessa dottið í hug að segja annað en Sveinn í Skarðdal, Finna í Skarðdal og Skógræktin í Skarðdal. Og Skarðdalskot var þarna í landi Skarðdalsjarðarinnar.
Í daglegu tali manna hefur dalurinn oftast verið nefndur Skarðsdalur, stundum Skarðdalur eða jafnvel bara Skarðið eins og borið hefur á eftir að skíðamannvirkin voru sett upp í dalnum, t.d., “voru margir á skíðum í Skarðinu í dag?”
Sjálfum finnst mér að við ættum að virða málvenjurnar um býlið Skarðdal og Skógræktina í Skarðdal – en hvort skíðasvæðið er í Skarðsdal eða Skarðdal þá tel ég að málvenjur flestra gamalla Siglfirðinga fela s-ið í sér: Skarðsdalur. Einnig færa kortin þrjú rök þessu til stuðnings. Svo hefur verið bent á að félagar í Örnefnafélaginu Snók segi og skrifi Skarðsdalur – ef það hefur einhverja þýðingu?
Ekki ætlar fréttamaður að skera úr um þetta mál enda hefur hann engar forsendur til þess, hallast reyndar að því að halda mig við Skarðsdal, enda vanist því minn stutta tíma í bænum.
Þetta er engu að síður áhugavert mál og sennilega engin endanleg lausn í sjónmáli.
Þangað til hún fæst er sjálfsagt fyrir menn að halda sig við það sem þeim þykir réttara.
Framkvæmdir vegna Héðinsfjarðarganga hafa vakið mikla athygli auk þess sem fréttir af jarðhitaborunum hafa vakið nokkra eftirtekt.
Í umfjöllun um jarðhitaboranir hefur verið talað um framkvæmdir í Skarðsdal.
Ekki eru allir á eitt sáttir um það nafn á svæðinu og hefur siglo.is borist ábending um að réttara sé að tala um Skarðdal frekar en Skarðsdal.
Sitt sýnist hverjum í þessu máli og hefur reyndar verið fjallað um þetta mál áður hér á vefnum, en málið hefur dúkkað upp á ný í kjölfar fréttaflutnings af svæðinu.
Hér má sjá álit frá Jónínu Hafsteinsdóttur sem vinnur Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum á Örnefnasafni – nafnfræðisviði :
Eftir leit í heimildum sýnist mér að mjög rík hefð sé fyrir nafnmyndinni
Skarðdalur. Að vísu er Skarðsdalur í elstu heimild sem ég hef séð, þ.e.
fornbréfum frá 15. öld, og í Jarðabók Árna Magnússonar frá 1712 stendur
reyndar Skarðsdalur en hins vegar Skarðdalskot. Í manntali frá 1703 er
bærinn nefndur Skarðdalur, einnig í manntali 1801 þar sem hann er
nefndur upp á dönsku eins og aðrir bæir í þeirri skráningu og heitir
"Skardal" og loks í manntali 1816 er Skarðdalur, a.m.k. hefur útgefandi
þess valið þá mynd í prentun manntalsins.
Í lýsingu Hvanneyrarprestakalls, sem rituð er 1845 eða eitthvað síðar,
er Skarðsdalur og Skarðsdalskot, en þess er að gæta að presturinn sem
skrifar lýsinguna er aðfluttur, nýkominn í prestakallið (kemur um 1845).
Það kann að vera að hann "leiðrétti" bæjarnafnið þó heimamenn hafi talað
um Skarðdal, talið réttara að rita Skarðs-, en þetta er auðvitað ekki
hægt að fullyrða. Sama gæti átt við Helga Guðmundsson sem skráir örnefni
á öllum bæjum við Siglufjörð (sjá http://www.snokur.is/), en hann
skrifar Skarðsdalur.
Ég hef skoðað ýmsar bækur og gögn hér í safninu sem eru að því er ég tel
flest eða öll eftir heimamenn, þ.e. innfædda Siglfirðinga, og þar er
myndin Skarðdalur eingöngu notuð. Þetta eru rit eftir sr. Bjarna
Þorsteinsson, Ingólf Kristjánsson og Sigurjón Sigtryggsson, einnig skrif
í Siglfirðingabók 1975 og 1976 og eftir Pétur Björnsson frá Á og
Gunnlaug Sigurðsson. Í Árbók Ferðafélags Íslands 2000 er kafli um
strandbyggðir Mið-Norðurlands eftir Valgarð Egilsson og þar er ævinlega
Skarðdalur. Á Ferðakorti 1 (1:250 000) sem Landmælingar Íslands gáfu út
2003 og aftur 2005-6 er Skarðdalur en í eldri útgáfu hafði staðið
Skarðsdalur, og ég hygg að því hafi verið breytt skv. tillögu
Örnefnastofnunar sem þá las yfir kort LMÍ fyrir útgáfu.
Að lokum vil ég nefna að á heimasíðu Stofnunar Árna Magnússonar er
Bæjatal þar sem reynt er að hafa bæjanöfn sem næst því sem réttast getur
talist og þar er nafnið Skarðdalur
(http://arnastofnun.is/page/arnastofnun_gagnasafn_baejatal)
.
Ég held ég komist ekki lengra með þetta. Þú sérð á þessu sem ég hef
talið upp að mjög rík hefð er fyrir myndinni Skarðdalur meðal heimamanna
og víðar og þú getur óhikað haldið þig við það. Mér vitanlega hefur
engin ósk komið frá "þar til bærum aðilum" um að breyta því enda veit ég
ekki hverjir það ættu að vera.
Fréttamaður leitaði álits talsmanns örnefnafélagsins á málinu.
Örlygur Kristfinnsson sendi fréttamanni sína skoðun :
Margoft hefur verið spurt hvort segja og skrifa eigi Skarðsdalur eða Skarðdalur. Eftir að hafa ráðfært mig við félaga mína í Örnefnafélaginu Snók, þá Hannes Baldvinsson og Pál Helgason, skoðað þrjú Siglufjarðarkort, flett upp í tveimur héraðslýsingum og tveimur helstu örnefnaskrám Siglufjarðar þá vill undirritaður reyna að gera grein fyrir málinu með eftirfarandi hætti.
Fyrst er að nefna það að tveir staðir bera nafn af Skarðinu, þ.e. dalurinn og býlið, jörðin, sem búið var á fram yfir 1940.
Á þremur mismunandi landakortum sem sýna Siglufjörð sérstaklega, það elsta frá 1931 og yngsta frá 2007, er dalurinn augljóslega nefndur Skarðsdalur – með s-i.
Í örnefnaskrá Helga Guðmundssonar er bæði nafn dalsins og bæjarheitið Skarðsdalur. (Helgi var ekki heimamaður)
Í örnefnaskrá Gunnlaugs Sigurðssonar er bærinn margnefndur Skarðdalur en aðeins einu sinni er dalurinn nefndur og með því einkennilega heiti, Skarðdalsdalur(!).
Í því merka riti sr. Bjarna Þorsteinssonar, Aldarminning Siglufjarðar 1818-1918, notar hann Skarðdal bæði um dalinn og býlið.
Sigurjón Sigtryggsson nefnir bæinn Skarðdal en dalinn Skarðsdal í verki sínu Frá Hvanndölum til Úlfsdala, 2. bindi.
Hverjar eru svo málvenjurnar, hvernig hafa Siglfirðingar notað þessi heiti í daglegu tali sínu? Því má svara á einfaldan hátt hvað bæjarheitið snertir, sem sagt Skarðdalur. Engum hefur fram til þessa dottið í hug að segja annað en Sveinn í Skarðdal, Finna í Skarðdal og Skógræktin í Skarðdal. Og Skarðdalskot var þarna í landi Skarðdalsjarðarinnar.
Í daglegu tali manna hefur dalurinn oftast verið nefndur Skarðsdalur, stundum Skarðdalur eða jafnvel bara Skarðið eins og borið hefur á eftir að skíðamannvirkin voru sett upp í dalnum, t.d., “voru margir á skíðum í Skarðinu í dag?”
Sjálfum finnst mér að við ættum að virða málvenjurnar um býlið Skarðdal og Skógræktina í Skarðdal – en hvort skíðasvæðið er í Skarðsdal eða Skarðdal þá tel ég að málvenjur flestra gamalla Siglfirðinga fela s-ið í sér: Skarðsdalur. Einnig færa kortin þrjú rök þessu til stuðnings. Svo hefur verið bent á að félagar í Örnefnafélaginu Snók segi og skrifi Skarðsdalur – ef það hefur einhverja þýðingu?
Ekki ætlar fréttamaður að skera úr um þetta mál enda hefur hann engar forsendur til þess, hallast reyndar að því að halda mig við Skarðsdal, enda vanist því minn stutta tíma í bænum.
Þetta er engu að síður áhugavert mál og sennilega engin endanleg lausn í sjónmáli.
Þangað til hún fæst er sjálfsagt fyrir menn að halda sig við það sem þeim þykir réttara.
Athugasemdir