Skarðsdalurinn er fagur í dag
sksiglo.is | Íþróttir | 20.02.2010 | 07:42 | Egill Rögnvaldsson | Lestrar 462 | Athugasemdir ( )
Skíðasvæðið verður opið í dag 20. febrúar frá kl 10-16, veðrið er NA-gola, frost 4 stig og léttskýjað, færið er mjög gott troðinn nýr snjór, allar lyftur keyrðar, brekkur sem eru inn í dag eru Neðstabrekka, T-brekka, Stálmasturbrakka, Búngubrekka og Innrileið á Búngu.
Við stefnum á að leggja göngubraut á Hólssvæði kl 14:00.
Í fjallinu í gær voru um 170 gestir sem er aldeilis frábært og sjáumst hress í dag.
Starfsfólk
Athugasemdir