Skarðsprinsinn vaknar með bros á vör
sksiglo.is | Norðlenskar fréttir | 07.10.2011 | 10:46 | Finnur Yngvi Kristinsson | Lestrar 1034 | Athugasemdir ( )
Síðustu daga hefur snjóað í fjöllin á Siglufirði en í morgun þegar fólk skreið â fætur lá falleg fönnin yfir öllu, skreið skarðsprinsinn þá framúr með bros út að eyrum.
Egill Rögnuvaldsson hefur síðastliðin ár séð um rekstur skíðasvæðisins í Skarðsdal gegnum félagið Valló. Með einstökum metnað, áhuga og eljusemi tókst honum að sexfalda aðsókn svæðisins á fyrsta starfsári sínu, tveimur árum áður en Héðinsfjarðargöng opnuðu. Sigló.is var forvitið að vita hvernig hann hefði farið að þessu og náði tali af Agli.
"Blóð, sviti og tár" segir Egill og hlær en bætir svo við að fyrst og fremst hafi þetta þó náðst með mikilli vinnu. "Ég einsetti mér það að halda svæðinu opnu sem allra flesta daga á árinu og það hafðist með því að troða og þjappa snjó nánast allan sólarhringinn og búa þannig til hálfgerðan Jökul í brekkunum sem undirlag fyrir brautirnar, neðsta lagið bráðnar þá seint".
Frá því að Egill tók við svæðinu hefur því ekki oft þurft að loka vegna snjóleysis en veðrið hefur að sjálfsögðu alltaf lokaorðið hvað það varðar. "Í fyrra opnaði skíðasvæðið í byrjun nóvember og ef ég fæ einhverju um það ráðið þá verður það aftur nú í ár, vetur konungur stýrir því að sjálfsögðu að einhverjum hluta en við krossleggjum fingur".
Egill Rögnuvaldsson hefur síðastliðin ár séð um rekstur skíðasvæðisins í Skarðsdal gegnum félagið Valló. Með einstökum metnað, áhuga og eljusemi tókst honum að sexfalda aðsókn svæðisins á fyrsta starfsári sínu, tveimur árum áður en Héðinsfjarðargöng opnuðu. Sigló.is var forvitið að vita hvernig hann hefði farið að þessu og náði tali af Agli.
"Blóð, sviti og tár" segir Egill og hlær en bætir svo við að fyrst og fremst hafi þetta þó náðst með mikilli vinnu. "Ég einsetti mér það að halda svæðinu opnu sem allra flesta daga á árinu og það hafðist með því að troða og þjappa snjó nánast allan sólarhringinn og búa þannig til hálfgerðan Jökul í brekkunum sem undirlag fyrir brautirnar, neðsta lagið bráðnar þá seint".
Frá því að Egill tók við svæðinu hefur því ekki oft þurft að loka vegna snjóleysis en veðrið hefur að sjálfsögðu alltaf lokaorðið hvað það varðar. "Í fyrra opnaði skíðasvæðið í byrjun nóvember og ef ég fæ einhverju um það ráðið þá verður það aftur nú í ár, vetur konungur stýrir því að sjálfsögðu að einhverjum hluta en við krossleggjum fingur".
Athugasemdir