Skarðsrennslið 2014

Skarðsrennslið 2014 Á laugardaginn í síðustu viku sem var jafnframt síðasti opnunardagur Skíðasvæðisins í Skarðsdal var haldin skíðakeppni. Keppnin

Fréttir

Skarðsrennslið 2014

Á laugardaginn í síðustu viku sem var jafnframt síðasti opnunardagur Skíðasvæðisins í Skarðsdal var haldin skíðakeppni. 
 
Keppnin kallaðist Skarðsrennsli og var 3 km löng braut sem byrjaði í fjallaskarði fyrir ofan Búngulyftu og niður Miðbakka og yfir T-lyftusvæðið og til baka niður að skíðaskála.
 
Að sjálfsögðu tók ég þátt í þessari íþróttakeppni (ég er að verða einn af mestu íþróttamönnum landsins). Ég kem upp í lyftuhús og tilkynnti Agli að ég ætlaði nú að keppa í þessari keppni, og líklega mundi ég nú vinna þetta. Hann sagði mér að það eina sem ég þyrfti að gera var að fara upp í Bungulyftu og þar rétt fyrir ofan væri startið. Ég fór að sjálfsögðu upp og alla leið upp á Bungu.
 
Þegar upp á Bunguna var komið sá ég mér til hryllings að startið var 2-300 metra upp í móti (2-300 metra að mínu mati). Það var ekkert annað að gera en að djöflast upp í móti í átt að startinu. Mikið rosalega blótaði ég í huganum á leiðinni upp. Það eina sem hélt mér gangandi var hugsunin um að ég fengi nú grillaða hamborgara þegar ég kæmi niður.
 
Kóf-sveittur, laf-móður og við það að örmagnast náði ég að komast upp að startinu þar sem allir hinir keppendurnir tóku skælbrosandi á móti mér og spurðu mig hvort þetta væri ekki dásamlegt . Mig langaði bara til að æla. Bæði yfir því að ég var að kafna og yfir því hvað allir aðrir en ég virtust úthvíldir og alveg hreint að drepast úr spenningi yfir því að vera að fara að keppa. Ég náði nú loksins andanum og þar sem ég var síðastur upp var ég líka síðastur í brautina þannig að ég lá þarna á bakinu slefandi þar til var kallað á mig í start.
 
Ég náði að fara stórslysalaust niður en ég gaf mér þó góðan tíma í það að vinka nokkrum á leiðinni niður og ég varð alls ekki með lélegasta tímann. 
 
Verðlaunin voru ekki af verri endanum og þeir sem voru í verðlaunasætunum voru alveg ljómandi ánægðir með verðlaunin.
Besti tími var minnir mig 2 mín og 19 sek. 
 
En úrslit fóru þannig.
 

1. Magnús M Pétursson Rvík 
2. Einar Hrafn Hjálmarsson Akureyri
3. Ingvar Steinarsson Sigló
4. Ólafur Valsson Grindavík 
5. Hrólfur Pétursson Rvík 
6. Mark Duffield Sigló

 
22 keppendur tóku þátt. 
 
 
Þegar keppni var lokið tók Egill sig til og grillaði hamborgara ofan í mannskapinn. Það er alveg óthætt að segja það að hamborgararnir hafi verið á heimsmælikvarða og alveg sérdeilis prýðilegt að fá einn grillaðan beint í trýnið á sér þegar keppni var lokið. Þessar 2 mínútur og 57 sekúndur sem það tók mig að fara niður gerðu mig alveg sársvangan. Alveg hreint offsalega gott. 
 
Lyfturnar voru opnar í síðasta skipti þennan veturinn fyrir sumarfrí og var þónokkur fjöldi mættur í fjallið til að njóta þess að skíða.
 
skarðsrennsliðHér er verið að slaka aðeins á fyrir keppni.
 
skarðsrennsliðKominn upp. Startið.
 
skarðsrennsliðBjössi á uppleið.
 
skarðsrennsliðElla Þorsteins var eldhress og spennt fyrir því að vera kölluð í start.
 
skarðsrennsliðErla Gull tók þátt og stóð sig alveg ljómandi vel.
 
skarðsrennsliðÚtsýnið var ekki af verri sortinni.
 
skarðsrennsliðHér eru svo þeir sem lentu í fyrstu 6 sætunum. Mark Duffield gaf landsliðsmönnunum hvergi eftir.
 
skarðsrennsliðKeppendur að loknu móti.
 
skarðsrennsliðEgill að krydda og grilla borgara, sem voru alveg á heimsmælikvarða.
 
skarðsrennsliðMódelmynd af Baldri Jörgen.
 
Og svo miklu meira af myndum hér.

Athugasemdir

26.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst