Skemmtiferðaskip á Siglufirði ?
sksiglo.is | Norðlenskar fréttir | 16.09.2010 | 01:01 | Bergþór Morthens | Lestrar 713 | Athugasemdir ( )
Atvinnu- og ferðamálanefnd Fjallabyggðar tók fyrir erindi frá Anitu Elefsen, fyrir hönd Síldarminjasafnsins, þar sem lagðar eru fram hugmyndir um markaðssetningu og þjónustu við skemmtiferðaskip með það fyrir augum að þau heimsæki sveitarfélagið.
Koma skemmtiferðaskipa til bæjarins er mjög spennandi möguleiki sem vert er að skoða.
Í skýrslu nefndar um móttöku skemmtiferðaskipa frá 25. október 2007 kemur m.a. fram að ferðir með skemmtiferðaskipum er sú grein ferðaþjónustu sem er í hvað örustum vexti ef miðað er við farþegafjölda á heimsvísu.
Sem dæmi má nefna að farþegar skemmtiferðaskipa voru 8,5 milljónir árið 1997 en árið 2005 voru þeir orðnir 13,4 milljónir.
Ísland tekur virkan þátt í móttöku skemmtiferðaskipa og hefur farþegum sem heimsækja landið á þann hátt fjölgað umtalsvert undanfarin ár.
Árið 2006 komu 60 þúsund farþegar með skemmtiferðaskipum til Íslands. Vinsælustu hafnirnar eru Reykjavík, Akureyri, Ísafjörður, Grundarfjörður og Reykjanesbær.
Siglufjörður ætti að stefna að því að komast í þennan hóp enda skapast gríðarlegir möguleikar hér í kjölfar opnunar Héðinsfjarðarganga.
Í ferðamálaáætlun 2006–2015 er fjölgun ferðamanna áætluð á bilinu 3% til 9% á ári. Stærstu samtök þeirra sem reka skemmtiferðaskip í heiminum í dag, CLIA, telja að fjölgun farþega með skemmtiferðaskipum verði 50% til 2015.
Það er því ljóst að koma skemmtiferðaskipa verður stærri og mikilvægari þáttur fyrir ferðaþjónustu í framtíðinni.
Þarna er því nokkurt sóknarfæri og ef vel er farið með málið eru möguleikarnir svo sannarlega fyrir hendi.
Atvinnu- og ferðamálanefnd tók jákvætt í erindið og taldi að hér væri um mikið hagsmunamál að ræða fyrir fleiri aðila innan sveitarfélagsins og mælist til þess að reynt verði að koma á fundi með aðilum frá m.a. nefndinni, hafnarstjórn og Síldarminjasafninu þar sem fjallað yrði um umfang, skipulag og fjármögnun verkefnisins.
Þetta er mál sem þarf að skoða af mikilli alvöru og vinna af metnaði, enda mikið hagsmunamál.
Koma skemmtiferðaskipa til bæjarins er mjög spennandi möguleiki sem vert er að skoða.
Í skýrslu nefndar um móttöku skemmtiferðaskipa frá 25. október 2007 kemur m.a. fram að ferðir með skemmtiferðaskipum er sú grein ferðaþjónustu sem er í hvað örustum vexti ef miðað er við farþegafjölda á heimsvísu.
Sem dæmi má nefna að farþegar skemmtiferðaskipa voru 8,5 milljónir árið 1997 en árið 2005 voru þeir orðnir 13,4 milljónir.
Ísland tekur virkan þátt í móttöku skemmtiferðaskipa og hefur farþegum sem heimsækja landið á þann hátt fjölgað umtalsvert undanfarin ár.
Árið 2006 komu 60 þúsund farþegar með skemmtiferðaskipum til Íslands. Vinsælustu hafnirnar eru Reykjavík, Akureyri, Ísafjörður, Grundarfjörður og Reykjanesbær.
Siglufjörður ætti að stefna að því að komast í þennan hóp enda skapast gríðarlegir möguleikar hér í kjölfar opnunar Héðinsfjarðarganga.
Í ferðamálaáætlun 2006–2015 er fjölgun ferðamanna áætluð á bilinu 3% til 9% á ári. Stærstu samtök þeirra sem reka skemmtiferðaskip í heiminum í dag, CLIA, telja að fjölgun farþega með skemmtiferðaskipum verði 50% til 2015.
Það er því ljóst að koma skemmtiferðaskipa verður stærri og mikilvægari þáttur fyrir ferðaþjónustu í framtíðinni.
Þarna er því nokkurt sóknarfæri og ef vel er farið með málið eru möguleikarnir svo sannarlega fyrir hendi.
Atvinnu- og ferðamálanefnd tók jákvætt í erindið og taldi að hér væri um mikið hagsmunamál að ræða fyrir fleiri aðila innan sveitarfélagsins og mælist til þess að reynt verði að koma á fundi með aðilum frá m.a. nefndinni, hafnarstjórn og Síldarminjasafninu þar sem fjallað yrði um umfang, skipulag og fjármögnun verkefnisins.
Þetta er mál sem þarf að skoða af mikilli alvöru og vinna af metnaði, enda mikið hagsmunamál.
Athugasemdir