Skemmtiferðaskip heimsækir Siglufjörð á laugardag

Skemmtiferðaskip heimsækir Siglufjörð á laugardag Skemmtiferðaskipið Spirit of Adventure heimsækir Siglufjörð laugardaginn 6. júní. Skipið leggst að

Fréttir

Skemmtiferðaskip heimsækir Siglufjörð á laugardag

Spirit of Adventure
Spirit of Adventure
Skemmtiferðaskipið Spirit of Adventure heimsækir Siglufjörð laugardaginn 6. júní. Skipið leggst að bryggju snemma morguns á laugardag og fer aftur kl. 13. Um 350 farþegar frá Skotlandi eru um borð í skipinu sem er leigt í þessa hringferð um Ísland af samtökum sem heita National Trust for Scotland og sérhæfa þau sig í minjavörslu eyja og kastala í Skotlandi. Farþegar skipsins munu heimsækja Síldarminjasafnið og ganga um bæinn og skoða sig um.

Elaine Bruges, sem sér um skipulagningu ferðarinnar segir að ferðirnar til Íslands hafi verið sérlega vinsælar á þessu ári og að farþegarnir hlakki mikið til að heimsækja stærsta sjóminjasafn Íslands og fá á sama tíma að smakka íslenska síld!
Við á Síldarminjasafninu vonumst til þess að bæjarbúar taki þátt í þessu með okkur, veitinga- og þjónustuaðilar hafi opið hjá sér fyrir hádegi á laugardag svo eitthvað verði við að hafast fyrir þá sem ganga um bæinn og að hann beri þess svip að von sé á góðum gestum.
Skipið er það stærsta sem komið hefur til Siglufjarðar og hópurinn á sama tíma sá fjölmennasti sem heimsótt hefur Síldarminjasafnið. Hópnum verður skipt í tvennt og verða amk. 100 manns í hvorum hópi. Gestunum til skemmtunar verða söltunarsýningar og söngatriði að ógleymdu brennivínssnafsi og síldarsmakki.

Athugasemdir

28.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst