Skíðasvæðið í Skarðsdal er opið í dag
sksiglo.is | Almennt | 17.05.2014 | 11:00 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 281 | Athugasemdir ( )
Skíðasvæðið í Skarðsdal verður opið í dag frá
kl. 11:00 - 16:00
Mikill snjór er á svæðinu, allt frá einum metra upp í átta
metra.
Skarðsrennsli fer fram kl. 13:00 og verður grillað á eftir.
Skarðsrennsli er 3 km braut sem byrjar í fjallaskarði (Hrólfsvallardalur, alveg
hreint sérstaklega fallegt nafn á þessum dal) fyrir ofan Búngulyftu og niður Miðbakka og yfir T-lyftusvæðið og til baka niður að
Skíðaskála.
Vegleg verðlaun fyrir fyrstu 3 sætin, en tímataka fer fram með skeiðklukku.
Bæði fyrir skíði og bretti.
1. Verðlaun.
Vetrarkort 2014-15 fyrir 5 manns. Út að borða á Kaffi Rauðku. Morgunverður
í Aðalbakaríi
2. Verðlaun. Vetrarkort 2014-15 fyrir 4 manns. Pizza á Allanum
3. Verðlaun. Vetrarkort 2014-15 3 manns. Pizza á Torginu
Skarðsrennsli er 3 km braut sem byrjar í fjallaskarði (Hrólfsvallardalur)
fyrir ofan Búngulyftu og niður Miðbakka og yfir T-lyftusvæðið og til baka niður að Skíðaskála. Vegleg verðlaun fyrir fyrstu 3, en
tímataka fer fram með skeiðklukku. Bæði fyrir skíði og bretti.
Líklega verður þetta einn af síðustu dögunum sem
Skíðasvæðið verður opið fyrir sumarið þannig að nú ættu sem flestir að nota tækifærið og skella sér á
skíði.
Athugasemdir