Skíðasvæðið er opið í dag Gamlársdag
sksiglo.is | Íþróttir | 31.12.2009 | 08:19 | Egill Rögnvaldsson | Lestrar 529 | Athugasemdir ( )
Í dag Gamlársdag verður skíðasvæðið opið frá kl 10-14, veðrið er mjög gott sunnan gola, frost 2 stig og heiðskírt, færið er einnig mjög gott troðinn nýr snjór frábært færi fyrir alla og allar lyftur keyrðar, en á neðstasvæðinu þarf að fara varlega. Nú er um að gera að drífa sig í fjallið og hressa sig fyrir átökin í kvöld "bæði í mat og drykk."
Starfsfólk skíðasvæðisins óskar öllum gleðilegs árs og þakkar fyrir viðskiptin og samskiptin á síðasta ári, sjáumst hress á nýju ári.
Athugasemdir