Skíðasvæðið Skarðsdal
Skíðasvæðið opnar aftur á morgun 3. mars kl 13-19, nú er að skella á vetrarfrí hjá Grunnskólanum á Siglufirði frá miðvikudegi -föstudags, að því tilefni ætlum við á skíðasvæðinu að bjóða upp á kennslu fyrir ykkur krakkar miðvikudaginn 3. mars og fimmtudaginn 4. mars frá kl 13:00-15:00. Ath við lánum ykkur búnað.
Færið í fjallinu er frábært nýr snjór yfir öllu, svæðið er búið að vera opið í 56 daga frá 5. desember og gestir eru komnir yfir 4. þúsund og eru miklar fyrirspurnir fram yfir páska.
Ath. það eru veitingar seldar á öllum dögum sem opið er og nú er um að gera að drífa sig í bíltúr upp í fjall og fá sér kaffibolla eða eitthvað annað.
Sjáumst hress í fjallinu
Athugasemdir