Skíðasvæðið Skarðsdal er tilbúið
sksiglo.is | Íþróttir | 21.11.2010 | 09:30 | Egill Rögnvaldsson | Lestrar 598 | Athugasemdir ( )
Skíðasvæðið á Siglufirði er opið í dag frá kl 10-16 og skíðasvæðið skartar sínu fegursta logn, frost 1 stig og heiðskírt, fjallahringur sem á enga sinn líkan, færið er frábært fyrir alla og nægur snjór,við vorum fyrstir til að opna þetta haustið eða 5. nóvember svo það stefnir í góðan vetur á Sigló, Héðinsfjarðargöngin auðvelda allt aðgengi til Fjallabyggðar nú er ca 50 mínútur frá Akureyri, skella sér í flug til Akureyrar og fá sér rúnt á Sigló og koma við á veitingastað og virða fyrir sér fjalladýrðina og vera komin til Reykjavíkur um kvöldið, frábær dagur, gerist ekki betra.
Vetrarkortasala er hafin og er hægt að kaupa þau í skíðaskálanum og einnig er hægt að hringja í síma 893-5059 eða senda tölvupóst á egillrogg@simnet.is og panta og leggja inn á reikning 1102-26-1254 Kt. 640908-0680 Valló ehf
Það er auglýsing í Tunnuni um verð og tilboð á vetrarkortum til barna í Fjallabyggð.
Velkomin í fjallið
Athugasemdir