Skíðaveturinn endar með veislu

Skíðaveturinn endar með veislu Það verður að segjast að skíðavertíðin 2013-2014 var þrautum háð og má eiginlega segja að hún hafi verið skrýtin segir

Fréttir

Skíðaveturinn endar með veislu

Starfsmennirnir í Skarðinu
Starfsmennirnir í Skarðinu

Það verður að segjast að skíðavertíðin 2013-2014 var þrautum háð og má eiginlega segja að hún hafi verið skrýtin segir Egill Rögnvaldsson í léttu viðtali við Sigló.is. Endalaus NA átt varði nánast samfellt í 90 daga framan af vetri með rigningu í bænum og stórhríð fyrir ofan 200 metrana. Líklega gera sér ekki allir grein fyrir því hversu gríðarlegt snjómagn var á svæðinu en snjóalög voru allt frá 1 metra og uppí 7-9 metra af dýpt.

Það varð mikil fækkun á gestum á fyrstu 3 mánuðum vetrarins en heildar aðsókn í vetur voru 10.600 manns samanborði við 16.500 manns veturinn 2012-2013. Aftur á móti voru mars og apríl betri en í fyrra og páskavikan mjög stór. Páskavikuna komu um 4.500 manns í heimsókn og var laugardagurinn 19. apríl sennilega stærsti dagur í Skarðdalnum frá upphafi en á svæðinu hafa verið um 1.300-1.500 manns og því miður komust ekki allir á skíði.

Ídag ræður svæðið ekki við þann fjölda sem sótti svæðið á laugardeginum um páskana en ef okkur ber gæfa til að byggja upp svæðið eins og áætlanir gera ráð fyrir með nýjum skíðaskála, stærra bílastæði og síðast en ekki síst að byggja nýtt barnasvæði þá getum við auðveldlega skapað góða umgjörð fyrir töluvert meiri fjölda fólks.

Síðustu opnunardagar skíðasvæðisins eru framundan, þann 17. og 18. maí, og blásum við til veislu í tilefni þess. Þann 17. maí fer fram Skarðsrennsli, létt keppni fyrir alla þá sem eru þokkalega skíðandi fyrir bretti, fjallaskíði, telemark og alpaskíði. Tímataka verður á skeiðklukku í gegnum talstöð í 3 kmlangri. Upphaf brautarinnar er frá brún fyrir ofan Búngulyftu og verður skíðað niður að skíðaskála.

Vegleg verðlaun eru í boði: vetrakort, út að borða hjá Rauðku, Torginu og Allanum og huggulegur morguverður hjá Aðalbakarunum. Grillborgarar veða síðan í boði fyrir alla sem koma í fjallið á laugardeginum eftir keppni.

Sjáumst hress í Skarðsdalnum bætir skarðsprinsinn við í lokinn.

skarðsrennsli

 

 

 

 


Athugasemdir

03.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst