Norska síldveiðiskipið Skoger

Norska síldveiðiskipið Skoger Norska síldveiðiskipið Skoger TK 9 B var ásamt fjölda annarra skipa við Siglufjörð þann 20. ágúst árið 1936. Laust eftir

Fréttir

Norska síldveiðiskipið Skoger

Norska síldveiðiskipið Skoger TK 9 B var ásamt fjölda annarra skipa við Siglufjörð þann 20. ágúst árið 1936. Laust eftir klukkan átta að kvöldi þess dags kom upp eldur í skipinu. Ekki var liðin klukkustund þar til skipið stóð í ljósum logum og síðar um kvöldið sprungu olíugeymar, olía flæddi um skipið og farmurinn eyðilagðist. Þegar ljóst var að ekki varð ráðið við eldinn var skipið dregið upp í fjöru austan fjarðarins til þess að koma í veg fyrir að það sykki í höfninni og hindraði skipaumferð. Þar hélt skipið áfram að brenna og logaði eldur í því í nokkra daga.

Skoger var tréskip, byggt árið 1921 í Selvik í Noregi. Í maí árið 1934 skemmdist skipið þegar eldur kom upp í því þar sem það var í viðgerð í Porsgrunn. Skipið var gert upp og tekið aftur í notkun skömmu síðar. Nú tæplega 80 árum eftir brunann sést hluti flaksins enn í fjörunni við norðurenda gömlu flugbrautarinnar.

Nánari upplýsingar má finna á http://www.sild.is/ahugavert/greinar/flakid-af-skoger/


Athugasemdir

22.desember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst