Skógræktardagur á Siglufirði
sksiglo.is | Almennt | 25.07.2011 | 15:00 | Guðmundur Skarphéðinsson | Lestrar 303 | Athugasemdir ( )
Skógræktardagur var haldinn í Skógrækt Siglufjarðar í gær í mjög góðu veðri. Fjöldi fólks kom og hlustaði á ljúfa músík þeirra félaga, Sigurjóns, Ómars og Júlíusar, ásamt því að gæða sér á kræsingum sem voru í boði félagsins.
Þegar gengið er um skógræktina og skoðað sig um sér maður hvað það hefur verið mikið átak sem sá ágæti maður Jóhann Þorvaldsson hefur afrekað á sínum tíma í allri gróðursetningu. Fékk hann með sér alla þá unglinga sem hann óskaði eftir úr skólum og vinnustöðum til gróðursetningarinnar. Þegar Jóhann féll frá tók Anton Jóhannsson við sem formaður og sá um skógræktina í mörg ár. Í dag er Kristrún Halldórsdóttir formaður.
Texti og myndir: GJS.
Þegar gengið er um skógræktina og skoðað sig um sér maður hvað það hefur verið mikið átak sem sá ágæti maður Jóhann Þorvaldsson hefur afrekað á sínum tíma í allri gróðursetningu. Fékk hann með sér alla þá unglinga sem hann óskaði eftir úr skólum og vinnustöðum til gróðursetningarinnar. Þegar Jóhann féll frá tók Anton Jóhannsson við sem formaður og sá um skógræktina í mörg ár. Í dag er Kristrún Halldórsdóttir formaður.
Texti og myndir: GJS.
Athugasemdir