SKÓLABALALEIKUR
Það er gaman að sjá að hin skemmtilega aðstaða til leiks og útivistar á skólabala barnaskólans er ekki bara notaður af börnum bæjarins á skólatíma.
Á sunnudagskvöldi var þarna blandaður pottur af "börnum" á öllum aldri.
Þetta voru bæjarbúar og verktakar úr fjallinu sem voru búnir að vinna alla daga vikunnar og aðspurðir hvort þetta væri ekki erfið vinna, sögðu þeir
Jú, en maður verður samt að setja smá orku í annað en að vinna.
Hér koma nokkrar myndir frá þessu kvöldi.
Reiðhjólatöffarar
Skemmtilegur sparkvöllur
Flottir körfubolta taktar
Skólabalagleði
Myndir og texti:
Jón Ólafur Björgvinsson
Athugasemdir