Skólabíll rann út af veginum

Skólabíll rann út af veginum Engan sakaði þegar skólabíll með grunnskólabörn úr 4.-6. bekk á leið frá Siglufirði til Ólafsfjarðar rann út af veginum fyrr

Fréttir

Skólabíll rann út af veginum

mbl.is
mbl.is

Engan sakaði þegar skólabíll með grunnskólabörn úr 4.-6. bekk á leið frá Siglufirði til Ólafsfjarðar rann út af veginum fyrr í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var börnunum þó nokkuð brugðið. Mikil hálka var á þessum slóðum og þrátt fyrir að vegurinn hafi verið sandaður dugði það ekki til.

Lögregla segir að mikill vindur hafi verið á svæðinu og sandurinn sem borinn var á veginn hafi því hreinlega fokið burtu. Vegurinn var mjög háll og þegar sterkur vindstrengur kom á rútuna rann hún hreinlega út af veginum og fór nokkuð langt út fyrir veg. Rútan valt hins vegar ekki og enginn slasaðist.

Brugðið var á það ráð að salta veginn sem dugði til þess að komast fyrir hálkuna. Rútan var í kjölfarið dregin upp á veg að nýju og hélt áfram áleiðis til Ólafsfjarðar.


Athugasemdir

12.mars 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst